Innlent

Íslendingur og Lithái í gæsluvarðhald

Gæsluvarðhald yfir tveimur körlum á þrítugsaldri, Íslendingi og hinum Litháa, var í dag framlengt til 22. mars. Mennirnir eru grunaðir um aðild að smygli á kókaíni.

Auk þess var Lithái á fimmtugsaldri úrskurðaður í farbann til 12. apríl í þágu rannsóknarinnar. Litháarnir komu hingað til lands frá Bretlandi síðastliðinn föstudag og reyndist annar hafa um 500 grömm af ætluðu kókaíni innvortis.

Íslendingurinn, sem er grunaður um aðild að málinu, var hins vegar handtekinn fyrr í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×