Innlent

31 þúsund manns hafa skrifað undir Betra líf

Þessir hressu nemar úr Kvennaskólanum söfnuðu undirskriftum á góðgerðardegi Kvennaskólans á dögunum, en ótal sjálboðaliðar hafa unnið að þessu brýna verkefni.
Þessir hressu nemar úr Kvennaskólanum söfnuðu undirskriftum á góðgerðardegi Kvennaskólans á dögunum, en ótal sjálboðaliðar hafa unnið að þessu brýna verkefni.
Rúmlega 31 þúsund manns hafa skrifað undir kröfu SÁÁ um Betra líf! fyrir þolendur áfengis- og vímuefnavandans.

Átakið var kynnt fyrir jól. Skrifað er undir áskorun á stjórnvöld um að vera 10% af áfengisgjaldinu til að byggja upp úrræði fyrri verst settu áfengis- og vímuefnasjúklingana, aðstoð við fólk eftir meðferð til að komast til virkni í samfélaginu og úrræða fyrir börn sem alast upp við álag vegna mikillar ofneyslu á heimilum sínum.

Í tilkynningu segir:

„Það eru ekki mörg dæmi um öflugri undirskriftarsafnanir ef undan er skilið Icesave," segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ. „Þessar góðu undirtektir eru einkar ánægjulegar sökum þess að krafan um Betra líf! er krafa um aukið réttlæti og mannúð í samfélaginu með stuðningi við þá sem verst standa. Það sýnir á samkennd og kærleikur eru sterk öfl í samfélagi okkar."

Markmiðið með átakinu er að bæta lífsgæði þriggja hópa. Í fyrsta lagi barna sem alast upp við mikla ofneyslu á heimilum sínum og búa við mikið álag af þeim sökum; álag sem gerir börnin útsettari fyrir að þróa með sér áfengis- og vímuefnasýki síðar meir og eykur líkur á að þau fái aðra geðræna og líkamlega sjúkdóma og glími við félagslegan vanda. Í öðru lagi fólk sem kemur úr áfengis- og vímuefnameðferð og þarf stuðning til að komast til mennta, vinnu eða virkni í samfélaginu. Og í þriðja lagi veikustu sjúklingana sem hafa ekki fengið úrræði við hæfi.

Gunnar Smári segir að tími sé til kominn að viðurkenna tilvist þessara hópa og ábyrgð samfélagsins á að veita þeim lausnir við hæfi. SÁÁ telja að um 5000-7000 börn búi við skaðlegt ástand á heimilum sínum. Þá séu um 900 veikustu áfengis- og vímuefnasjúklingarnir sögn fárveikt fólk sem eigi rétt á úrræðum.

„Þetta er síðasti sjúklingahópurinn sem er á götunni og án úrræða. Og við verðum líka að viðurkenna að áfengis- og vímuefnasýki er alvarlegur sjúkdómur og hrekur fólk út á jaðar samfélagsins og til félagslegrar óvirkni. Þegar þetta fólk lýkur meðferð við sjúkdómnum þarf það endurhæfingu, stuðning og virkniþjálfun til að komast aftur inn í samfélagið."

Í nóvember gerði Capacent könnn um afstöðu landsmanna til kröfunnar um Betra líf! Niðurstöður hennar sýndu að 78,4% þeirra sem tóku afstöðu studdu þessa kröfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×