Innlent

Kortavelta útlendinga 50% meiri

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Aukinn ferðamannastraumur í febrúar endurspeglast í kortaveltu.
Aukinn ferðamannastraumur í febrúar endurspeglast í kortaveltu. Fréttablaðið/Vilhelm
Greiðslukortavelta heimilanna var 10,2 prósentum meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra, að því er kemur fram í samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst.

„Athygli vekur að kortavelta útlendinga hér á landi í febrúar jókst um 50,0 prósent frá febrúar fyrir ári. Þannig greiddu útlendingar um 4,9 milljarða króna í febrúar hér á landi með greiðslukortum sínum, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands,“ segir í tilkynningu Rannsóknaseturs. „Þessi upphæð er 9,0 prósent af því sem heimili landsins greiddu með greiðslukortum sínum hér á landi í síðasta mánuði.“

Fram kemur að velta í dagvöruverslun hafi dregist saman um 1,2 prósent á föstu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra.

„Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í febrúar um 1,1 prósent frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hefur hækkað um 5,8 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum.“

Þá kemur fram í tölum Rannsóknasetursins að velta vegna sölu á tölvum hafi á föstu verðlagi aukist um 28,5 prósent í febrúar og farsímasala um 24,5 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×