Innlent

Ekki byrjaður að reikna bílalán

Í höfuðstöðvum Landsbankans bíða menn enn eftir Hæstaréttardómi í máli Plastiðjunnar.
Í höfuðstöðvum Landsbankans bíða menn enn eftir Hæstaréttardómi í máli Plastiðjunnar.
Landsbankinn er ekki byrjaður að endurreikna gengistryggð bílalán. Á sama tíma er Íslandsbanki búinn að endurreikna um sex þúsund af sínum ríflega 15 þúsund bílalánum og byrjaði í febrúar að greiða fólki út það sem hugsanlega hefur verið oftekið.

Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, bíða menn þar enn eftir Hæstaréttardómi í máli SP fjármögnunar gegn Plastiðjunni. Héraðsdómur í því máli gekk 23. nóvember.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að SP fjármögnun bæri ekki að endurreikna bílalán þar sem upphæðin sem um var deilt gæti ekki talist umtalsverð – sem hafi verið meðal forsendna fyrir endurútreikningi í öðrum dómum Hæstaréttar.

Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að útgreiðslur oftekinna greiðslna hafi hafist í febrúar og í lok þessarar viku verði búið að greiða út það sem var oftekið af 6.000 lánum.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×