Innlent

Leituðu án árangurs upp á Vatnajökli eftir að hafa séð neyðarblys

Einmannalegt á toppnum. Þetta er Öræfajökull, en leitað var án árangurs að ferðalangi í vanda nærri Jökulheimum í nótt.
Einmannalegt á toppnum. Þetta er Öræfajökull, en leitað var án árangurs að ferðalangi í vanda nærri Jökulheimum í nótt.

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðahóp á sem var á 25 bílum á Vatnajökli í gærkvöldi. Hópurinn sendi hjálparbeiðni í gegnum talstöð og í nokkurn tíma náðist ekki samband við þá sem sendu beiðnina og var því ákveðið að hefja leit.

Að lokum náðist í fólkið og kom þá í ljós að þau komust af sjálfsdáðum í skála við Grímsfjall þar sem þau biðu af sér slæmt veður.

Þetta var ekki eina leitin á jöklinum í gærkvöldi því björgunarsveitir hófu leit seint í gærkvöldi eftir að neyðarblys sást upp af Jökulheimum.

Bílaflokkur björgunarsveitarmanna og snjóbílar af Austurlandi, Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu héldu upp á jökulinn til þess að kanna hvort þar væri einhver í hættu staddur.

Eftir árangurslausaleit í nokkrar klukkustundir var ákveðið að hætta leit klukkan þrjú í nótt þar sem ekkert benti til þess að einhver væri í hættu staddur. Enn á eftir að ákveða hvort þeirri leit verði framhaldið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.