Innlent

Leituðu án árangurs upp á Vatnajökli eftir að hafa séð neyðarblys

Einmannalegt á toppnum. Þetta er Öræfajökull, en leitað var án árangurs að ferðalangi í vanda nærri Jökulheimum í nótt.
Einmannalegt á toppnum. Þetta er Öræfajökull, en leitað var án árangurs að ferðalangi í vanda nærri Jökulheimum í nótt.
Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðahóp á sem var á 25 bílum á Vatnajökli í gærkvöldi. Hópurinn sendi hjálparbeiðni í gegnum talstöð og í nokkurn tíma náðist ekki samband við þá sem sendu beiðnina og var því ákveðið að hefja leit.

Að lokum náðist í fólkið og kom þá í ljós að þau komust af sjálfsdáðum í skála við Grímsfjall þar sem þau biðu af sér slæmt veður.

Þetta var ekki eina leitin á jöklinum í gærkvöldi því björgunarsveitir hófu leit seint í gærkvöldi eftir að neyðarblys sást upp af Jökulheimum.

Bílaflokkur björgunarsveitarmanna og snjóbílar af Austurlandi, Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu héldu upp á jökulinn til þess að kanna hvort þar væri einhver í hættu staddur.

Eftir árangurslausaleit í nokkrar klukkustundir var ákveðið að hætta leit klukkan þrjú í nótt þar sem ekkert benti til þess að einhver væri í hættu staddur. Enn á eftir að ákveða hvort þeirri leit verði framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×