Fleiri fréttir Hamingjuóskirnar til páfa ekki frá allri þjóðinni Samtökin ´78; hagsmuna- og baráttusamtök samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks á Íslandi lýsa því yfir í fyllstu kurteisi að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi ekki skrifaði heillaóskir til nýkjörins páfa fyrir hönd allra landsmanna þegar hann sendi Frans fyrsta heillaóskakveðju í nafni íslensku þjóðarinnar. 15.3.2013 14:38 Ólafía Rafnsdóttir kjörin formaður VR Ólafía Rafnsdóttir var kjörin formaður VR, en niðurstöður voru kynntar klukkan tvö. Hún hlaut 76% atkvæða en Stefán Einar um 24% atkvæða. Kosningaþátttakan var tæp 22%. 15.3.2013 14:09 Ætlaði að smygla þremur kílóum af amfetamíni til landsins Spænskur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um tilraun til stórfellds smygls á amfetamíni til landsins á dögunum. 15.3.2013 13:42 Brúarfoss mættur til Ísafjarðar Eimskip hóf í gær strandsiglingar sínar þegar Brúarfoss lagði úr höfn í Reykjavík. Brúarfoss mætti til Ísafjarðar fyrir hádegi í dag. 15.3.2013 13:17 Tíu evrur fyrir að skoða Bláa Lónið Forsvarsmenn Bláa Lónsins segja að ferðamönnum sem sæki Lónið heim hafi fjölgað mikið það sem af er árinu. Stefnir í að árið 2013 verði metár en 585 þúsund gestir sóttu staðinn heim á síðasta ári. 15.3.2013 12:51 Eyþór Ingi syngur á íslensku í Eurovision Framlag Íslands til Eurovision verður flutt með íslenskum texta í Svíþjóð í vor. Þetta var upplýst á blaðamannafundi þegar myndband við lagið var kynnt. Viðstaddir blaðamannafundinn voru Eyþór Ingi söngvari og lagahöfundarnir. Myndbandið má finna hér. 15.3.2013 12:27 Fréttahaukar og íþróttakempur vilja á RÚV Um 400 manns sóttu um sumarstörf fréttamanna á RÚV en hæfnispróf fyrir umsækjendur fóru fram í síðustu viku. Á fjórða tug þreytti prófið. Umsækjendur koma úr ólíkum áttum og eru nöfnin misþekkt. Þekktasti umsækjandin er án efa Haukur Hólm fréttamaður sem var fréttamaður á Stöð 2 um árabil áður en hann hóf að ritstýra Reykjavík - vikublaði. Annar þekktur blaðamaður er Þröstur Emilsson. 15.3.2013 11:42 Vilja tölvuleikjafólk til Noregs Fulltrúar Háskólans í Norður-Þrændalögum í Mið-Noregi eru á Íslandi þessa dagana með það að markmiði að fá efnilega íslenska nemendur í nám í tölvuleikjahönnun og margmiðlunartækni. 15.3.2013 11:35 Drukkni skipstjórinn viðurkenndi sekt sína Rússneski skipstjórinn, sem var handtekinn í Sundahöfn á þriðjudag, fyrir að hafa siglt Skógafossi til landsins undir áhrifum áfengis, viðurkenndi sekt sína fyrir dómara í gær. Hann hlaut 250 þúsund króna sekt og var sviptur skipstjórnarréttindum í þrjá mánuði. Hann hélt heim á leið að réttarhödlum loknum, en Skógafoss er á leið til Ameríku, með íslenskan skipstjóra. Rússinn var svo ölvaður við komuna til landsins, að lögregla gat ekki tekið af honum skýrslu, en geymdi hann yfir nótt í fangageymslu þar til af honum rann. 15.3.2013 11:23 Fullkomin leið til að drepa málinu á dreif Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að með breytingatillögu Margrétar Tryggvadóttur þingmanns við stjórnarskrármálið á Alþingi hafi andstæðingar stjórnarskrárferilsins fengið fullkomna ástæðu til þess að drepa málið í málþófi. Samkomulag hafði tekist á milli stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar um frumvarp og þingsályktunartillögu þess efnis að stjórnarskrárfrumvarpið yrði ekki afgreitt í heild heldur yrði hægt að ljúka heildarendurskoðun á næsta kjörtímabili og nýtt þing gæti samþykkt það. Í umræðu um málið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær lagði Margrét hins vegar til að stjórnarskrárfrumvarpið yrði samþykkt í heild. 15.3.2013 11:20 Hálf milljón í tyggjóhreinsun Undanfarnar vikur hafa gangstéttir í miðbæ Reykjavíkur verið hreinsaðar af tryggjóklessum. "Enginn mun sakna þeirra," segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar. 15.3.2013 11:14 "Ég er mjög bjartsýn" "Hljóðið er bara mjög gott. Þetta er bjartur og fallegur dagur. Það verður bara ánægjulegt að fá að heyra niðurstöðurnar á eftir," segir Ólafía B. Rafnsdóttir sem býður sig fram til formanns VR. 15.3.2013 10:52 Laun hækkuðu um 7,4% í fyrra Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 7,4% milli áranna 2011 og 2012. Þá hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 7,8% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 6,6%. Þetta kemur fram í nýju hefti Hagtíðinda um vísitölu launa. Á almennum vinnumarkaði hækkuðu laun skrifstofufólks mest á milli ára eða um 9,2% en laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst eða um 6,7%. 15.3.2013 10:43 "Púlsinn fer hækkandi" "Púlsinn fer hækkandi. Ég get vottað það. Eðlilega, annars væri ekkert gaman að þessu," segir Stefán Einar Stefánsson, formaður VR. 15.3.2013 10:42 Um 20% hafa kosið - Kosningu lýkur í dag Allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2013 - 2015 lýkur klukkan tólf á hádegi í dag. Klukkan hálftíu í morgun höfðu 5.790 félagsmenn greitt atkvæði af þeim 29.439, sem eru á kjörskrá. Það þýðir að kosningaþátttakan er um 20%. Tveir eru í framboði til formanns, þau Stefán Einar Stefánsson, núverandi formaður, og Ólafía B. Rafnsdóttir, sem meðal annars hefur verið kosningastjóri Árna Páls Árnasonar og starfsmannastjóri 365 miðla. 15.3.2013 10:21 Maður hefur játað að hafa kveikt í Fánasmiðjunni á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur upplýst orsök eldsvoðans sem varð í Fánasmiðjunni á Ísafirði 24. júní í fyrra. 15.3.2013 08:23 Ók utan í þrjá bíla og stakk svo af Ölvaður ökumaður ók utan í þrjá kyrrstæða bíla á bílastæði við Smáralind í Kópavogi gærkvöldi og stakk af. 15.3.2013 06:38 Alvarleg líkamsárás í miðborginni í nótt Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni á fjórða tímanum í nótt og er talið að þar hafi verið beitt einhverskonar eggvopni. 15.3.2013 06:36 Botndýr drepast í stórum stíl í Kolgrafarfirði Lindýr og krabbadýr drepast nú í stórum stíl í Kolgrafafirði og má sjá dauð sjávardýr hvert sem litið er, eins og kræklinga, ígulker krabbadýr, kuðunga og jafnvel ný dauða síld um allar fjörur, segir á vef Skessuhorns. 15.3.2013 06:35 Málþóf á Alþingi langt fram á kvöld Málþóf um heildarlög um náttúruvernd stóð á Alþingi í allan gærdag og lauk ekki fyrr en um klukkan ellefu í gærkvöldi. 15.3.2013 06:31 Alger óvissa ríkir um grásleppuveiðarnar í ár Alger óvissa ríkir um hvort einhverjir hefja grásleppuveiðar á vertíðiinni, sem hefst eftir fimm daga. 15.3.2013 06:29 Heiðlóan komin með fyrra fallinu „Þetta er alltaf gleðiefni. Við skulum bara vona að vorið sé að koma,“ segir Guðmundur A. Guðmundsson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands um þær fréttir að fyrsta lóa ársins hafi sést við Útskála í Garði í fyrrakvöld. 15.3.2013 06:00 Reyndi tólf ára að svipta sig lífi Maður á fimmtugsaldri var misnotaður af þremur gerendum sem barn; tveimur körlum og einni konu. Var nauðgað af frænda sínum á hverju sumri. Maðurinn burðaðist með þögnina í þrjátíu ár en öðlaðist nýtt líf með því að horfast í augu við ofbeldið. 15.3.2013 06:00 Tugmilljónatjón á togara Tugmilljónatjón varð á togaranum Bylgju VE þegar gámaskipið Tetuan sigldi utan í skipið sem bundið var við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. 15.3.2013 06:00 Yfirvöldum ekki treyst fyrir uppljóstrunum Innan við helmingur landsmanna treystir yfirvöldum til að bregðast við uppljóstrunum um alvarlega misbresti innan stjórnsýslunnar, fyrirtækja eða stofnana. 15.3.2013 06:00 Sjónvarpsefni í gegnum 4G um allt land Fjögur fyrirtæki fengu úthlutað tíðnisviði í uppboði Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) á tíðniheimildum fyrir 4G-farnetsþjónustu. Um er að ræða Símann, Fjarskipti (Vodafone) og Nova, auk 365 miðla sem gefa meðal annars út Fréttablaðið. PFS á enn eftir að afgreiða tilboðin endanlega en ef fram fer sem horfir munu fást 226 milljónir fyrir heimildirnar. 15.3.2013 06:00 „Gott að fá að heyra í honum“ „Það var auðvitað rosalega gott að fá að heyra í honum,“ segir Þóra Björg Birgisdóttir, sambýliskona Davíðs Arnar Bjarnasonar, sem setið hefur í tyrknesku fangelsi frá því á síðasta föstudag. 15.3.2013 06:00 Tása fannst á vappi við veginn SlysBorder collie-tíkin Tása, sem stökk á flótta eftir bílveltu í Öxnadal á mánudagskvöld, er fundin. Hún var á vergangi í tvo sólarhringa þangað til hún fannst í fyrrakvöld. 15.3.2013 06:00 Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr. 15.3.2013 06:00 Frumvarp Ögmundar þrengir að lögreglu Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir götuvændi, vasaþjófnað, gengjastríð, skipulögð rán og betl geta orðið að veruleika á Íslandi fái lögregla ekki auknar rannsóknarheimildir. Lögregla reki sig á veggi þegar kanna þurfi bakgrunn vafasamra manna. 15.3.2013 06:00 Draga í efa að fylgt sé ákvæði virkjanaleyfis Fljótsdalshérað kannar hvort vatnsmagnið í Lagarfljóti sé of mikið fyrir skilmála virkjanaleyfa Kárahnjúkavirkjunar og Lagarfljótsvirkjunar. Landsvirkjun segir ekki skilmála í virkjanaleyfinu um vatnsmagn. Fyrirtækið telji öll skilyrði uppfyllt. 15.3.2013 06:00 Fólk noti páskafríið í að kemba börnum Lúsasmit er yfir meðaltali í vetur að sögn Ásu Atladóttur, deildarstjóra í sýkingavörnum hjá Landlækni. Lús kemur ítrekað upp í grunnskólunum. Í gær biðlaði Vesturbæjarskóli til foreldra að leita lúsa vegna smits sem þar er aftur komið upp. 15.3.2013 06:00 Minningarstund við tjörnina Fjöldi kerta var tendraður við Reykjavíkurtjörn í kvöld þegar hópur fólks kom saman til að minnast barna sem látið hafa lífið í átökunum í Sýrlandi eða eiga um sárt að binda vegna þeirra. 14.3.2013 22:16 „Hann er mjög hræddur“ Davíð Örn Bjarnason, sem hefur verið í varðhaldi í Tyrklandi síðan á föstudag, hefur verið látinn laus. Unnusta hans segir hann mjög óttasleginn eftir fangelsisvistina. Davíð er í farbanni og óvíst er hvenær mál hans verður tekið fyrir. 14.3.2013 20:25 Gríðarleg skemmdarverk unnin á sveitabæ Búið var að aka dráttarvél inn í húsið og skjóta á það. Umsjónarkona óttast að einnig hafi verið ráðist að hrossum á beit. 14.3.2013 19:04 23 ára hreyfir sig jafn mikið og áttræður Íslensk ungmenni hreyfa sig helmingi minna nú en fyrir átta árum samkvæmt frumniðurstöðum rannsóknar sem gerð var á lífsstíl barna og unglinga. 14.3.2013 18:47 Ráðast þarf í stórátak til að efla löggæslu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að víða á landsbyggðinni þyrftu fleiri lögreglumenn að vera á vakt. 14.3.2013 18:15 Reyndu að smygla 20 kílóum af amfetamíni til landsins Þrír karlar voru í dag í héraðsdómi úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. mars í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli, og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir hafa kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. 14.3.2013 16:49 Í sjö ára fangelsi fyrir að ræna úrsmið Hæstiréttur dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Jerzy Podburaczynski, í sjö ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum mönnum ráðist með ofbeldi og hótunum á starfsfólk úra- og skartgripaverslunarinnar Michelsen og tekið þaðan 49 armbandsúr, auk þess að hafa tekið fjóra bíla í heimildarleysi til þess að nota við ránið. Pawel var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að Hæstiréttur þyngir dóminn um tvö ár. 14.3.2013 16:45 Sýknaður af því að bera sig fyrir nágrannana Karlmaður var sýknaður af kynferðisbroti í Hæstarétti Íslands í dag en hann hafði áður verið fundinn sekur fyrir Héraðsdómi Reykjaness. 14.3.2013 16:43 Ólafur Skúlason tekur við af Elsu Ólafur G. Skúlason var kjörinn formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kjörtímabilið 2013-2015 með eins atkvæðis mun. Ólafur hlaut 29,86% atkvæða eða alls 565 atkvæði en Vigdís Hallgrímsdóttir hlaut 564 atkvæði eða 29,81%. 14.3.2013 15:35 "Söluferli Perlunnar eitt klúður frá upphafi" Sjálfstæðismenn eru afar ósáttir með að fá ekki að sjá minnisblað sem þeir telja hafa að geyma mikilvægar upplýsingar kaup Reykjavíkurborgar á Perlunni. 14.3.2013 15:34 Mánaðarlangt fangelsi fyrir að skila ekki bifhjóli til Íslandsbanka Karlmaður var dæmdur í eins mánaðar óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag en hann ákærður fyrir fjárdrátt og nytjastuld með því að hafa dregið að sér bifhjól af gerðinni Suzuki Boulevard C50, árgerð 2007. Verðmæti hjólsins voru 790 þúsund krónur en maðurinn var með hjólið á kaupleigusamning hjá Íslandsbanka, en samningurinn var gerður árið 2008. 14.3.2013 15:21 Hvað á að gera við Hlemm? Hlemmur hefur verið miðstöð almenningssamgangna í miðborginni í áratugi en hvað gerist nú þegar sú starfssemi flytur annað? Hlemmur heldur áfram að vera til - en hvers konar Hlemmur verður það? 14.3.2013 14:45 Skúli Magnússon: Dómarar þurfa að standa í lappirnar gagnvart ákæruvaldinu "Það er verið að fjalla um málið eins og köttur sem fer í kringum heitan graut, því spurningin er hvort dómara geti staðið í lappirnar gagnvart rannsakanda opinbers máls,“ sagði Skúli Magnússon héraðsdómari á hádegisfundi Lögmannafélags Íslands þar sem rætt var sérstaklega um ógnir sem steðjuðu að trúnaðarsambandi lögmanna og skjólstæðinga þeirra. 14.3.2013 14:30 Sjá næstu 50 fréttir
Hamingjuóskirnar til páfa ekki frá allri þjóðinni Samtökin ´78; hagsmuna- og baráttusamtök samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks á Íslandi lýsa því yfir í fyllstu kurteisi að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi ekki skrifaði heillaóskir til nýkjörins páfa fyrir hönd allra landsmanna þegar hann sendi Frans fyrsta heillaóskakveðju í nafni íslensku þjóðarinnar. 15.3.2013 14:38
Ólafía Rafnsdóttir kjörin formaður VR Ólafía Rafnsdóttir var kjörin formaður VR, en niðurstöður voru kynntar klukkan tvö. Hún hlaut 76% atkvæða en Stefán Einar um 24% atkvæða. Kosningaþátttakan var tæp 22%. 15.3.2013 14:09
Ætlaði að smygla þremur kílóum af amfetamíni til landsins Spænskur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um tilraun til stórfellds smygls á amfetamíni til landsins á dögunum. 15.3.2013 13:42
Brúarfoss mættur til Ísafjarðar Eimskip hóf í gær strandsiglingar sínar þegar Brúarfoss lagði úr höfn í Reykjavík. Brúarfoss mætti til Ísafjarðar fyrir hádegi í dag. 15.3.2013 13:17
Tíu evrur fyrir að skoða Bláa Lónið Forsvarsmenn Bláa Lónsins segja að ferðamönnum sem sæki Lónið heim hafi fjölgað mikið það sem af er árinu. Stefnir í að árið 2013 verði metár en 585 þúsund gestir sóttu staðinn heim á síðasta ári. 15.3.2013 12:51
Eyþór Ingi syngur á íslensku í Eurovision Framlag Íslands til Eurovision verður flutt með íslenskum texta í Svíþjóð í vor. Þetta var upplýst á blaðamannafundi þegar myndband við lagið var kynnt. Viðstaddir blaðamannafundinn voru Eyþór Ingi söngvari og lagahöfundarnir. Myndbandið má finna hér. 15.3.2013 12:27
Fréttahaukar og íþróttakempur vilja á RÚV Um 400 manns sóttu um sumarstörf fréttamanna á RÚV en hæfnispróf fyrir umsækjendur fóru fram í síðustu viku. Á fjórða tug þreytti prófið. Umsækjendur koma úr ólíkum áttum og eru nöfnin misþekkt. Þekktasti umsækjandin er án efa Haukur Hólm fréttamaður sem var fréttamaður á Stöð 2 um árabil áður en hann hóf að ritstýra Reykjavík - vikublaði. Annar þekktur blaðamaður er Þröstur Emilsson. 15.3.2013 11:42
Vilja tölvuleikjafólk til Noregs Fulltrúar Háskólans í Norður-Þrændalögum í Mið-Noregi eru á Íslandi þessa dagana með það að markmiði að fá efnilega íslenska nemendur í nám í tölvuleikjahönnun og margmiðlunartækni. 15.3.2013 11:35
Drukkni skipstjórinn viðurkenndi sekt sína Rússneski skipstjórinn, sem var handtekinn í Sundahöfn á þriðjudag, fyrir að hafa siglt Skógafossi til landsins undir áhrifum áfengis, viðurkenndi sekt sína fyrir dómara í gær. Hann hlaut 250 þúsund króna sekt og var sviptur skipstjórnarréttindum í þrjá mánuði. Hann hélt heim á leið að réttarhödlum loknum, en Skógafoss er á leið til Ameríku, með íslenskan skipstjóra. Rússinn var svo ölvaður við komuna til landsins, að lögregla gat ekki tekið af honum skýrslu, en geymdi hann yfir nótt í fangageymslu þar til af honum rann. 15.3.2013 11:23
Fullkomin leið til að drepa málinu á dreif Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að með breytingatillögu Margrétar Tryggvadóttur þingmanns við stjórnarskrármálið á Alþingi hafi andstæðingar stjórnarskrárferilsins fengið fullkomna ástæðu til þess að drepa málið í málþófi. Samkomulag hafði tekist á milli stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar um frumvarp og þingsályktunartillögu þess efnis að stjórnarskrárfrumvarpið yrði ekki afgreitt í heild heldur yrði hægt að ljúka heildarendurskoðun á næsta kjörtímabili og nýtt þing gæti samþykkt það. Í umræðu um málið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær lagði Margrét hins vegar til að stjórnarskrárfrumvarpið yrði samþykkt í heild. 15.3.2013 11:20
Hálf milljón í tyggjóhreinsun Undanfarnar vikur hafa gangstéttir í miðbæ Reykjavíkur verið hreinsaðar af tryggjóklessum. "Enginn mun sakna þeirra," segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar. 15.3.2013 11:14
"Ég er mjög bjartsýn" "Hljóðið er bara mjög gott. Þetta er bjartur og fallegur dagur. Það verður bara ánægjulegt að fá að heyra niðurstöðurnar á eftir," segir Ólafía B. Rafnsdóttir sem býður sig fram til formanns VR. 15.3.2013 10:52
Laun hækkuðu um 7,4% í fyrra Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 7,4% milli áranna 2011 og 2012. Þá hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 7,8% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 6,6%. Þetta kemur fram í nýju hefti Hagtíðinda um vísitölu launa. Á almennum vinnumarkaði hækkuðu laun skrifstofufólks mest á milli ára eða um 9,2% en laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst eða um 6,7%. 15.3.2013 10:43
"Púlsinn fer hækkandi" "Púlsinn fer hækkandi. Ég get vottað það. Eðlilega, annars væri ekkert gaman að þessu," segir Stefán Einar Stefánsson, formaður VR. 15.3.2013 10:42
Um 20% hafa kosið - Kosningu lýkur í dag Allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2013 - 2015 lýkur klukkan tólf á hádegi í dag. Klukkan hálftíu í morgun höfðu 5.790 félagsmenn greitt atkvæði af þeim 29.439, sem eru á kjörskrá. Það þýðir að kosningaþátttakan er um 20%. Tveir eru í framboði til formanns, þau Stefán Einar Stefánsson, núverandi formaður, og Ólafía B. Rafnsdóttir, sem meðal annars hefur verið kosningastjóri Árna Páls Árnasonar og starfsmannastjóri 365 miðla. 15.3.2013 10:21
Maður hefur játað að hafa kveikt í Fánasmiðjunni á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur upplýst orsök eldsvoðans sem varð í Fánasmiðjunni á Ísafirði 24. júní í fyrra. 15.3.2013 08:23
Ók utan í þrjá bíla og stakk svo af Ölvaður ökumaður ók utan í þrjá kyrrstæða bíla á bílastæði við Smáralind í Kópavogi gærkvöldi og stakk af. 15.3.2013 06:38
Alvarleg líkamsárás í miðborginni í nótt Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni á fjórða tímanum í nótt og er talið að þar hafi verið beitt einhverskonar eggvopni. 15.3.2013 06:36
Botndýr drepast í stórum stíl í Kolgrafarfirði Lindýr og krabbadýr drepast nú í stórum stíl í Kolgrafafirði og má sjá dauð sjávardýr hvert sem litið er, eins og kræklinga, ígulker krabbadýr, kuðunga og jafnvel ný dauða síld um allar fjörur, segir á vef Skessuhorns. 15.3.2013 06:35
Málþóf á Alþingi langt fram á kvöld Málþóf um heildarlög um náttúruvernd stóð á Alþingi í allan gærdag og lauk ekki fyrr en um klukkan ellefu í gærkvöldi. 15.3.2013 06:31
Alger óvissa ríkir um grásleppuveiðarnar í ár Alger óvissa ríkir um hvort einhverjir hefja grásleppuveiðar á vertíðiinni, sem hefst eftir fimm daga. 15.3.2013 06:29
Heiðlóan komin með fyrra fallinu „Þetta er alltaf gleðiefni. Við skulum bara vona að vorið sé að koma,“ segir Guðmundur A. Guðmundsson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands um þær fréttir að fyrsta lóa ársins hafi sést við Útskála í Garði í fyrrakvöld. 15.3.2013 06:00
Reyndi tólf ára að svipta sig lífi Maður á fimmtugsaldri var misnotaður af þremur gerendum sem barn; tveimur körlum og einni konu. Var nauðgað af frænda sínum á hverju sumri. Maðurinn burðaðist með þögnina í þrjátíu ár en öðlaðist nýtt líf með því að horfast í augu við ofbeldið. 15.3.2013 06:00
Tugmilljónatjón á togara Tugmilljónatjón varð á togaranum Bylgju VE þegar gámaskipið Tetuan sigldi utan í skipið sem bundið var við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. 15.3.2013 06:00
Yfirvöldum ekki treyst fyrir uppljóstrunum Innan við helmingur landsmanna treystir yfirvöldum til að bregðast við uppljóstrunum um alvarlega misbresti innan stjórnsýslunnar, fyrirtækja eða stofnana. 15.3.2013 06:00
Sjónvarpsefni í gegnum 4G um allt land Fjögur fyrirtæki fengu úthlutað tíðnisviði í uppboði Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) á tíðniheimildum fyrir 4G-farnetsþjónustu. Um er að ræða Símann, Fjarskipti (Vodafone) og Nova, auk 365 miðla sem gefa meðal annars út Fréttablaðið. PFS á enn eftir að afgreiða tilboðin endanlega en ef fram fer sem horfir munu fást 226 milljónir fyrir heimildirnar. 15.3.2013 06:00
„Gott að fá að heyra í honum“ „Það var auðvitað rosalega gott að fá að heyra í honum,“ segir Þóra Björg Birgisdóttir, sambýliskona Davíðs Arnar Bjarnasonar, sem setið hefur í tyrknesku fangelsi frá því á síðasta föstudag. 15.3.2013 06:00
Tása fannst á vappi við veginn SlysBorder collie-tíkin Tása, sem stökk á flótta eftir bílveltu í Öxnadal á mánudagskvöld, er fundin. Hún var á vergangi í tvo sólarhringa þangað til hún fannst í fyrrakvöld. 15.3.2013 06:00
Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr. 15.3.2013 06:00
Frumvarp Ögmundar þrengir að lögreglu Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir götuvændi, vasaþjófnað, gengjastríð, skipulögð rán og betl geta orðið að veruleika á Íslandi fái lögregla ekki auknar rannsóknarheimildir. Lögregla reki sig á veggi þegar kanna þurfi bakgrunn vafasamra manna. 15.3.2013 06:00
Draga í efa að fylgt sé ákvæði virkjanaleyfis Fljótsdalshérað kannar hvort vatnsmagnið í Lagarfljóti sé of mikið fyrir skilmála virkjanaleyfa Kárahnjúkavirkjunar og Lagarfljótsvirkjunar. Landsvirkjun segir ekki skilmála í virkjanaleyfinu um vatnsmagn. Fyrirtækið telji öll skilyrði uppfyllt. 15.3.2013 06:00
Fólk noti páskafríið í að kemba börnum Lúsasmit er yfir meðaltali í vetur að sögn Ásu Atladóttur, deildarstjóra í sýkingavörnum hjá Landlækni. Lús kemur ítrekað upp í grunnskólunum. Í gær biðlaði Vesturbæjarskóli til foreldra að leita lúsa vegna smits sem þar er aftur komið upp. 15.3.2013 06:00
Minningarstund við tjörnina Fjöldi kerta var tendraður við Reykjavíkurtjörn í kvöld þegar hópur fólks kom saman til að minnast barna sem látið hafa lífið í átökunum í Sýrlandi eða eiga um sárt að binda vegna þeirra. 14.3.2013 22:16
„Hann er mjög hræddur“ Davíð Örn Bjarnason, sem hefur verið í varðhaldi í Tyrklandi síðan á föstudag, hefur verið látinn laus. Unnusta hans segir hann mjög óttasleginn eftir fangelsisvistina. Davíð er í farbanni og óvíst er hvenær mál hans verður tekið fyrir. 14.3.2013 20:25
Gríðarleg skemmdarverk unnin á sveitabæ Búið var að aka dráttarvél inn í húsið og skjóta á það. Umsjónarkona óttast að einnig hafi verið ráðist að hrossum á beit. 14.3.2013 19:04
23 ára hreyfir sig jafn mikið og áttræður Íslensk ungmenni hreyfa sig helmingi minna nú en fyrir átta árum samkvæmt frumniðurstöðum rannsóknar sem gerð var á lífsstíl barna og unglinga. 14.3.2013 18:47
Ráðast þarf í stórátak til að efla löggæslu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að víða á landsbyggðinni þyrftu fleiri lögreglumenn að vera á vakt. 14.3.2013 18:15
Reyndu að smygla 20 kílóum af amfetamíni til landsins Þrír karlar voru í dag í héraðsdómi úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. mars í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli, og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir hafa kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. 14.3.2013 16:49
Í sjö ára fangelsi fyrir að ræna úrsmið Hæstiréttur dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Jerzy Podburaczynski, í sjö ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum mönnum ráðist með ofbeldi og hótunum á starfsfólk úra- og skartgripaverslunarinnar Michelsen og tekið þaðan 49 armbandsúr, auk þess að hafa tekið fjóra bíla í heimildarleysi til þess að nota við ránið. Pawel var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að Hæstiréttur þyngir dóminn um tvö ár. 14.3.2013 16:45
Sýknaður af því að bera sig fyrir nágrannana Karlmaður var sýknaður af kynferðisbroti í Hæstarétti Íslands í dag en hann hafði áður verið fundinn sekur fyrir Héraðsdómi Reykjaness. 14.3.2013 16:43
Ólafur Skúlason tekur við af Elsu Ólafur G. Skúlason var kjörinn formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kjörtímabilið 2013-2015 með eins atkvæðis mun. Ólafur hlaut 29,86% atkvæða eða alls 565 atkvæði en Vigdís Hallgrímsdóttir hlaut 564 atkvæði eða 29,81%. 14.3.2013 15:35
"Söluferli Perlunnar eitt klúður frá upphafi" Sjálfstæðismenn eru afar ósáttir með að fá ekki að sjá minnisblað sem þeir telja hafa að geyma mikilvægar upplýsingar kaup Reykjavíkurborgar á Perlunni. 14.3.2013 15:34
Mánaðarlangt fangelsi fyrir að skila ekki bifhjóli til Íslandsbanka Karlmaður var dæmdur í eins mánaðar óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag en hann ákærður fyrir fjárdrátt og nytjastuld með því að hafa dregið að sér bifhjól af gerðinni Suzuki Boulevard C50, árgerð 2007. Verðmæti hjólsins voru 790 þúsund krónur en maðurinn var með hjólið á kaupleigusamning hjá Íslandsbanka, en samningurinn var gerður árið 2008. 14.3.2013 15:21
Hvað á að gera við Hlemm? Hlemmur hefur verið miðstöð almenningssamgangna í miðborginni í áratugi en hvað gerist nú þegar sú starfssemi flytur annað? Hlemmur heldur áfram að vera til - en hvers konar Hlemmur verður það? 14.3.2013 14:45
Skúli Magnússon: Dómarar þurfa að standa í lappirnar gagnvart ákæruvaldinu "Það er verið að fjalla um málið eins og köttur sem fer í kringum heitan graut, því spurningin er hvort dómara geti staðið í lappirnar gagnvart rannsakanda opinbers máls,“ sagði Skúli Magnússon héraðsdómari á hádegisfundi Lögmannafélags Íslands þar sem rætt var sérstaklega um ógnir sem steðjuðu að trúnaðarsambandi lögmanna og skjólstæðinga þeirra. 14.3.2013 14:30