Innlent

Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir.Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta.„Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. Þeir eru ófærir nánast og það þarf bara að laga þá. Og það þarf að gera það strax. Þetta er ekki flókið," segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax.Fyrirtækið er að ráðast í þriggja milljarða fjárfestingar og gerir ráð fyrir allt að 130 störfum. Það mun þurfa að kaupa margvíslega þjónustu, en næsti stóri þjónustukjarni er Ísafjörður. Vegurinn milli Bíldudals og Ísafjarðar er hins vegar lokaður yfir vetrarmánuði.Víkingur segir brýnt að fá tengingu milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Það styrki aðila í laxeldi að geta haft samstarf á mörgum sviðum. Á Ísafirði sé háskólasamfélag sem geti nýst fiskeldinu. Það þurfi að horfa á Vestfirði sem eina heild.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.