Innlent

Karlmaður á níræðisaldri grunaður um að misnota þroskaskerta konu í fjóra áratugi

Maðurinn er nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni.
Maðurinn er nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni.
Karlmaður á níræðisaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um að hann hafi misnota þroskaskerta konu kynferðislega í fjóra áratugi. Samkvæmt kvöldfréttum RÚV, sem greindi frá málinu, þá á misnotkunin að hafa byrjað þegar konan var tíu ára gömul, en hún er um fimmtugt í dag.

Talið er að misnotkunin hafi byrjað fyrir um fjórum áratugum þegar móðir konunnar hóf samband við manninn sem nú situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni.

Þau fluttust síðar á sveitabæ á Snæfellsnesi. Samband móðurinnar og mannsins stóð með hléum í áratugi og bjó stúlkan stundum á sveitabænum. Brotum hans gegn henni linnti þó aldrei og samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV braut hann síðast gegn henni fyrir skömmu en hann hefur ekki játað brotin.

Konan er greind verulega andlega þroskaskert. Hún eignaðist dóttur sem nú er á fullorðinsaldri, en ekki er vitað hver er faðir hennar. Sambýlismaður dótturinnar og þannig tengdasonur fórnarlambsins hefur viðurkennt að hafa misnotað tengdamóður sína. Upp komst um þau brot í janúar á þessu ári og telst málið upplýst.

Lögreglan á Akranesi fer með rannsókn málsins. Hægt er að lesa nánar um málið á vef RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×