Innlent

Átök innan þingflokks Samfylkingarinnar - óánægja með Árna Pál

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.
Mikil óánægja ríkir um það hvernig Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur haldið á málum varðandi stjórnarskrána síðustu daga. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Árni Páll ásamt formönnum Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, lagði fram nýtt frumvarp í stjórnarskrármálinu. Því var ætlað að höggva á hnútinn á Alþingi og koma í gegn breytingum á auðlindaákvæðum stjórnarskrárinnar og ákvæðum um beint lýðræði.

Þetta útspil Árna Páls hefur sætt gagnrýni innan þingflokksins samkvæmt RÚV. Hann gerði þetta án samráðs við þá tvo þingmenn Samfylkingarinnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem mest hafa haldið stjórnarskrárfrumvarpinu á lofti, Valgerði Bjarnadóttur og Lúðvík Geirsson.

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur svo sett málið í algjört uppnám með því að leggja fram breytingatillögu við frumvarpið sem þýðir ða öllu stjórnarskrárfrumvarpinu er skotið inn í frumvarp Árna Páls og formanna Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna.

Hægt er að lesa meira um málið á vef RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×