Fleiri fréttir

Gætu skapað 5.000 ný störf

Fyrirliggjandi virkjanakostir myndu hafa „gríðarleg áhrif á íslenskt efnahagslíf“ samkvæmt skýrslu Íslandsbanka. Kosta yfir 300 milljarða króna. Orkuframleiðsla myndi aukast um 42 prósent.

„Aldrei grunnur að neins konar sátt“

„Mér sýnist augljóst að þau atriði sem fjórmenningarnir hafa komið sér saman um í greinargerð sinni geti aldrei orðið grunnur að neins konar „sátt“ um þetta mál, að minnsta kosti ekki innan stjórnarflokkanna,“ skrifar Ólína Þorvarðardóttir við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Ósammála um vægi trúnaðarmannahóps

Fulltrúar stjórnarandstöðu segja ríkisstjórn bundna af niðurstöðum trúnaðarmannahóps um endurskoðun frumvarps um stjórn fiskveiða. Stjórnarliðar undrast þá afstöðu eða hafna því að vinnan hafi vægi við frumvarpsgerðina.

Útgjöld aukast víða

Ekki skýrist fyrr en með einstökum lagabreytingum hvað skattahækkanir fjárlagafrumvarpsins þýða fyrir almennt verðlag. Áhrif eru mikil á ferðaþjónustu.

90 milljónir söfnuðust

Um níutíu milljónir króna hafa safnast í söfnunarátakinu Á allra vörum, en síðasti hluti átaksins fór fram í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Markmið söfnunarinnar er að koma á fót stuðningsmiðstöð fyrir langveik börn.

Þrír karlmenn reyndu að lokka níu ára gamalt barn upp í bíl til sín

Þrír karlmenn reyndu að lokka níu ára gamalt barn upp í bíl til sín í grennd við Kelduskóla í Grafarvogi um klukkan tvö í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið í rannsókn en ekki er vitað hverjir voru þarna á ferð. Varðstjóri hjá lögreglu segir að talið sé að mennirnir hafi verið á grárri fólksbifreið. Barnið brást hárrétt við og forðaði sér um leið. Foreldrum í Kelduskóla var sendur tölvupóstur í dag þar sem þeir voru látnir vita af atvikinu.

Flúði eftir fjögurra ára heimilisofbeldi

Ung kona, sem bjó við heimilisofbeldi í nokkur ár, segir óttann við að missa börnin hafa komið í veg fyrir að hún færi frá sambýlismanni sínum. Hún flúði að lokum í Kvennaathvarfið og segir það hafa bjargað sér.

Jón Gnarr afhjúpaði Óþekkta embættismanninn á nýjum stað

Æðsti embættismaður Reykjavíkurborgar, Jón Gnarr, bauð kollega sinn, Óþekkta embættismanninn, velkominn á nýjan verustað við Tjarnarbakkann í dag. Óþekkti embættismaðurinn var í vikunni fluttur af torginu aftan við Jómfrúna við Lækjargötu og að Tjarnarbakkanum og Jón Gnarr afhjúpaði listaverkið á nýjum stað í dag.

Innbrotum fækkar umtalsvert

Innbrotum hefur fækkað umtalsvert á síðustu misserum. Innbrot á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári hafa verið um fjórðungi færri en á sama tíma í fyrra. Sé miðað við meðaltal síðustu þriggja ára er um helmings fækkun að ræða.

Fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun

Tuttugu og fjögurra ára karlmaður var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað upp dóminn.

Mannréttindadómstóllinn mun taka annað mál Erlu til afgreiðslu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tilkynnt lögmönnum Erlu Hlynsdóttur, blaðamanns, að íslenska ríkinu hafi verið veittur frestur til 15. janúar 2013 til að skila athugasemdum sínum í máli sem Erla skaut til Mannréttindadómstólsins árið 2010 í kjölfar niðurstöðu dóms Hæstaréttar Íslands í máli Rúnar Þórs Róbertssonar gegn Erlu Hlynsdóttur og Sigurjóni M. Egilssyni frá 11. mars 2010.

Styttist óðum í íslenskar rafbækur

Hjá Eymundsson er nú verið að leggja lokahönd á forritun svo hægt sé að gefa íslenskar bækur út á rafrænu formi. Kerfið ætti að verða tilbúið fyrir lok mánaðarins og þá fara íslenskir titlar dúkka upp á rafrænu formi.

Utanríkisráðherrar fóru yfir stöðuna

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag á móti Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur. Søvndal er hér á landi í opinberri heimsókn.

Smyglari skorinn upp til að hægt væri að ná úr honum efnunum

Fertugur karlmaður situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að tollgæsla stöðvaði för hans í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við hefðbundið eftirlit 27. ágúst síðastliðinn. Hann var að koma til landsins frá Kaupmannahöfn. Grunur lék á að maðurinn, sem er þýskur ríkisborgari, væri með fíkniefni innvortis.

Hanna Birna stefnir á fyrsta sæti í Reykjavík

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi.

Réttað í Hrunaréttum og Skaftholtsréttum í dag

Hrunaréttir í Hrunamannahreppi og Skaftholtsréttir í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru haldnar í dag í blíðskaparveðri. Mikill fjöldi fólks er í báðum réttunum og eru bændur og búalið sammála um að féð kemur mjög fallegt af fjalli. Á morgun verða Reykjaréttir á Skeiðunum haldnar og Tungnaréttir í Biskupstungum verða á sunnudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson tók meðfylgjandi myndir í Hrunaréttum í morgun.

Innkalla þriggja korna graut

Þriggja korna grautur frá vörumerkinu Holle hefur verið innkallaður af heildsölunni Yggrasill. Ástæðan er að í grautnum mældist aukið magn OTA (mycotoxin), þ.e. umfram það sem eðlilegt er í matvörum.

Unga fólkið fer

Bæjarstjórinn á Ísafirði telur að tölur Hagstofunnar um fækkun kjarnafjölskyldna í Ísafjarðarbæ haldist í hendur við fólksfækkun á svæðinu. Hann segir að það sé aðallega ungt fólk sem tekur sig upp og fer en eftir sitji bæjarfélag með sífellt eldri fólkssamsetningu.

Húsleit í Trönuhrauni vegna amfetamínmálsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit í Trönuhrauni í Hafnarfirði í morgun vegna rannsóknar á fíkniefnaverksmiðjumálinu sem greint var frá í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hluti húsnæðisins í Trönuhrauni í eigu mannsins sem var handtekinn í Efstasundi í gær.

Ákvörðun um gæsluvarðhald í fíkniefnamálinu tekin í dag

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem handtekinn var í gær vegna fíkniefnamálsins í Efstasundi, er enn í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn málsins. Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum verður tekin síðar í dag. Rannsókn málsins er enn á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar um gang hennar.

Kjarnafjölskyldum á Ísafirði fækkar gríðarlega

Kjarnafjölskyldum í Ísafjarðarbæ fækkaði ört á síðasta ári. Þann 1. janúar voru 34 færri kjarnafjölskyldur í bænum en fyrir einu ári, en kjarnafjölskyldur eru hjón, fólk í óvígðri sambúð eða einhleypir einstaklingar sem búa með börnum 17 ára og yngri.

Björn Valur útilokar stjórn með sjálfstæðismönnum

Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG og nýkjörinn formaður fjárlaganefndar Alþingis, útilokar myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Í samtali við Vikudag á Akureyri er hann spurður út mögulega ríkisstjórnarmyndum með Sjállfstæðismönnum. "Nei, það get ég ómögulega séð fyrir mér, miðað við stefnu Sjálfstæðisflokksins í dag, sem er sú sama og fyrir fimm árum síðan. Þannig að ég útiloka þann flokk algjörlega."

Grunaður fíkniefnaframleiðandi með leikskólabarn á heimilinu

Aðgerðir lögreglunnar og slökkviliðsins vegna amfetamínverksmiðjunnar í bílskúr í Efstasundi stóðu yfir í að minnsta kosti hálfan sólarhring, samkvæmt heimildum Vísis. Maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á framleiðslunni er tæplega fimmtugur fjölskyldumaður með barn á leikskólaaldri á heimili sínu.

Hanna Birna stefnir á fyrsta sæti í Reykjavík

Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík ætlar að gefa kost á sér í fyrsta sæti á framboðslista í Reykljavík fyrir næstu Alþingiskosningar. Þetta er fullyrt í Fréttatímanum í dag.

Nær allir Íslendingar taka Obama fram yfir Romney

Meðal kjósenda utan Bandaríkjanna er hvergi meiri stuðningur við forsetaframboð Barack Obama, sitjandi Bandaríkjaforseta, en á Íslandi. Mættu Íslendingar kjósa í bandarísku forsetakosningunum þá myndu 98 prósent þeirra kjósa Obama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem bandaríska fréttastofan United Press lét vinna fyrir sig.

Blóðið spýttist á lögreglumenn eftir líkamsárás í miðbænum

Um hálftólf í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Þar voru fimm aðilar að berja á tveimur. Annar þeirra var sleginn í höfuðið með glasi þannig að slagæð rofnaði og spýttist blóð á lögreglumennina sem voru að reyna að aðstoða hann. Mennirnir voru báðir fluttir á slysadeild en árásarmanna er leitað.

Herjólfur á áætlun

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun sigla frá Vestmannaeyjum klukkan hálfníu og til Landeyjarhafnar. Í gær þurfti að fresta ferðum vegna veðurskilyrða í Landeyjum en útlitið er mun betra í dag. Ráðgert er að ferjan fari aftur til Eyja klukkan tíu.

Loka Kattholti ef fjárstyrkir fást ekki

„Útikettir eiga illa ævi og eru samfélaginu til vansæmdar,“ segir í bréfi Kattavinafélags Íslands til bæjaryfirvalda í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Í bréfinu er óskað eftir samstarfi við sveitarfélögin um rekstur Kattholts, athvarfs fyrir heimilislausa ketti.

Ekið á dreng á reiðhjóli

Ekið var á dreng á reiðhjóli um klukkan hálfsjö í gærkvöldi. Atvikið átti sér stað í Kópavogi og var drengurinn fluttur á slysadeild. Hann var ekki talinn alvarlega slasaður að sögn lögreglu.

Engin sprengihætta vegna amfetamínverksmiðjunnar

Lögreglan upprætti í gærkvöldi amfetamínverksmiðju í bílskúr í Efstasundi í Reykjavík. Töluverður viðbúnaður var vegna málsins og var hluta götunnar lokað, enda um afar eldfim efni að ræða í slíkri framleiðslu.

Fleiri læra um sjávarútveg

Aðsókn í námsgreinar tengdar sjávarútvegi hefur aukist merkjanlega á síðustu misserum. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, segir þetta jákvæð tíðindi.

Lögreglan með mikinn viðbúnað

Aðgerðir lögreglunnar í tengslum við amfetamínverksmiðju í Efstasundi í Reykjavík eru nokkuð umfangsmiklar og hafa staðið yfir í allt kvöld, samkvæmt upplýsingum Vísis.

Eldur í bíl á Vesturlandsvegi

Eldur kom upp í bifreið á Vesturlandsveginum um klukkan hálf ellefu í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviðlinu kviknaði í bílnum þegar hann var á ferð. Enginn slasaðist og komust bílstjóri og farþegar út úr honum í tæka tíð. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins, að sögn varðstjóra.

Herjólfur fer ekki frá Vestmannaeyjum í kvöld

Vegna ölduhæðar í Landeyjahöfn fellur næsta ferð Herjólfs niður frá Vestmannaeyjum kl. 20:30 og frá Landeyjahöfn kl.22:00. Mun betra útlit er fyrir morgundaginn skv. ölsuspá og verður gefin út ákvörðun um siglingar kl 07:05 í fyrramálið.

Þreyttir leitarmenn - fá hvíld á morgun

Aðgerðir vegna afleiðinga veðuráhlaupsins á Norðausturlandi gengu vel í dag en á morgun verður leitin heldur umfangsminni. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum er stefnt að því að hvíla leitarmenn sem hafa verið að störfum alla vikuna. Um 200 björgunarsveitarmenn frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg hafa verið að störfum í Þingeyjarsýslum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir