Innlent

Enn rafmagnslaust á sjö bæjum í Mývatnssveit

Enn er rafmagnslaust á sjö bæjum í Mývatnssveit en vinnuflokkar RARIK vinna nú að viðgerð.

Um er að ræða bæi sunnan við vatnið sem höfðu verið komnir í samband en þegar spennir bilaði duttu þeir aftur út.

RARIK hvetur fólk á svæðinu eindregið til þess að hafa varann á í kringum háspennulínurnar, sem sumstaðar eru lægri en fólk á að venjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×