Innlent

Húsleit í Trönuhrauni vegna amfetamínmálsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tæknimaður lögreglunnar að störfum við Trönuhraun.
Tæknimaður lögreglunnar að störfum við Trönuhraun.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit í Trönuhrauni í Hafnarfirði í morgun vegna rannsóknar á fíkniefnaverksmiðjumálinu sem greint var frá í gær.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hluti húsnæðisins í Trönuhrauni í eigu mannsins sem var handtekinn í Efstasundi í gær. Eins og fram hefur komið var gerð umfangsmikil leit í bílskúr í Efstasundi þegar maðurinn var handtekinn og stóðu aðgerðir yfir í margar klukkustundir. Lagt var hald á efni sem notað er við framleiðslu amfetamíns.

Lögreglan mun ákveða síðar í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum sem handtekinn var í gær.


Tengdar fréttir

Engin sprengihætta vegna amfetamínverksmiðjunnar

Lögreglan upprætti í gærkvöldi amfetamínverksmiðju í bílskúr í Efstasundi í Reykjavík. Töluverður viðbúnaður var vegna málsins og var hluta götunnar lokað, enda um afar eldfim efni að ræða í slíkri framleiðslu.

Lögreglan með mikinn viðbúnað

Aðgerðir lögreglunnar í tengslum við amfetamínverksmiðju í Efstasundi í Reykjavík eru nokkuð umfangsmiklar og hafa staðið yfir í allt kvöld, samkvæmt upplýsingum Vísis.

Grunaður fíkniefnaframleiðandi með leikskólabarn á heimilinu

Aðgerðir lögreglunnar og slökkviliðsins vegna amfetamínverksmiðjunnar í bílskúr í Efstasundi stóðu yfir í að minnsta kosti hálfan sólarhring, samkvæmt heimildum Vísis. Maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á framleiðslunni er tæplega fimmtugur fjölskyldumaður með barn á leikskólaaldri á heimili sínu.

Ákvörðun um gæsluvarðhald í fíkniefnamálinu tekin í dag

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem handtekinn var í gær vegna fíkniefnamálsins í Efstasundi, er enn í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn málsins. Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum verður tekin síðar í dag. Rannsókn málsins er enn á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar um gang hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×