Nær allir Íslendingar taka Obama fram yfir Romney 14. september 2012 07:00 Þó svo að ekki muni nema þremur til fimm prósentum á forsetaframbjóðendunum Romney og Obama í Bandaríkjunum, er stuðningur við Obama afgerandi í flestum öðrum löndum. Nordicphotos/AFP Meðal kjósenda utan Bandaríkjanna er hvergi meiri stuðningur við forsetaframboð Barack Obama, sitjandi Bandaríkjaforseta, en á Íslandi. Mættu Íslendingar kjósa í bandarísku forsetakosningunum þá myndu 98 prósent þeirra kjósa Obama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem bandaríska fréttastofan United Press lét vinna fyrir sig. Kannað var viðhorf fólks í yfir þrjátíu löndum um heim allan til forsetaframbjóðendanna Mitt Romney og Barack Obama. Framkvæmdina önnuðust fyrirtækin CVOTER International og WIN-Gallup International. Könnunin leiðir í ljós að Obama nýtur nokkuð víðtæks og almenns stuðnings um heim allan og sér í lagi í Evrópulöndum. Romney hefur ekki yfirhöndina nema í einu landi, Ísrael. Þar segjast 65 prósent kjósenda fremur vilja hann. Næstmests stuðnings nýtur Obama svo í Hollandi, Portúgal og Þýskalandi, eða 97 prósenta. Í Bandaríkjunum sjálfum er svo aftur miklu minni munur á milli frambjóðendanna, eða þrjú til fimm prósent. „Þetta er áhugaverð staðfesting á því hvað hinar ólíku og margbreytilegu þjóðir Evrópu eru orðnar líkar hvað varðar hin almennustu og mikilvægustu pólitísk gildi og um leið hvað Bandaríkin eru orðin gerólík Evrópu,“ segir Jón Ormur Halldórsson, dósent við Háskólann í Reykjavík. Hann segir gífurlegan stuðning við Obama í Evrópu hins vegar ekki endilega tákna almenna hrifningu á embættisfærslum hans. „Þetta sýnir miklu frekar nánast algera andstöðu við pólitík af því tagi sem Romney er talinn standa fyrir í nánast öllum ríkjum Evrópu.“ Í könnuninni var einnig spurt hvort fólk í þessum löndum teldi að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum snertu líf þeirra og töldu 63 prósent að svo væri. 29 prósent töldu áhrifin léttvæg og 9 prósent sögðust óviss. Þá var spurt hvort fólk myndi vilja fá að kjósa í bandarísku forsetakosningunum og 42 prósent sögðust gjarnan vilja það (46 prósent fólks undir þrítugu). Jón Ormur telur aukna alþjóðavæðingu hins vegar tæpast munu gera að verkum að fólk fái að kjósa víðar en í sínu heimalandi. „Kosningar verða alltaf bundnar við einstök ríki og eru einkamál hverrar þjóðar þótt þær hafi áhrif annars staðar.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Erlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Dyravörður grunaður um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lítið sem komi í veg fyrir myndun ríkisstjórnar Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Sjá meira
Meðal kjósenda utan Bandaríkjanna er hvergi meiri stuðningur við forsetaframboð Barack Obama, sitjandi Bandaríkjaforseta, en á Íslandi. Mættu Íslendingar kjósa í bandarísku forsetakosningunum þá myndu 98 prósent þeirra kjósa Obama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem bandaríska fréttastofan United Press lét vinna fyrir sig. Kannað var viðhorf fólks í yfir þrjátíu löndum um heim allan til forsetaframbjóðendanna Mitt Romney og Barack Obama. Framkvæmdina önnuðust fyrirtækin CVOTER International og WIN-Gallup International. Könnunin leiðir í ljós að Obama nýtur nokkuð víðtæks og almenns stuðnings um heim allan og sér í lagi í Evrópulöndum. Romney hefur ekki yfirhöndina nema í einu landi, Ísrael. Þar segjast 65 prósent kjósenda fremur vilja hann. Næstmests stuðnings nýtur Obama svo í Hollandi, Portúgal og Þýskalandi, eða 97 prósenta. Í Bandaríkjunum sjálfum er svo aftur miklu minni munur á milli frambjóðendanna, eða þrjú til fimm prósent. „Þetta er áhugaverð staðfesting á því hvað hinar ólíku og margbreytilegu þjóðir Evrópu eru orðnar líkar hvað varðar hin almennustu og mikilvægustu pólitísk gildi og um leið hvað Bandaríkin eru orðin gerólík Evrópu,“ segir Jón Ormur Halldórsson, dósent við Háskólann í Reykjavík. Hann segir gífurlegan stuðning við Obama í Evrópu hins vegar ekki endilega tákna almenna hrifningu á embættisfærslum hans. „Þetta sýnir miklu frekar nánast algera andstöðu við pólitík af því tagi sem Romney er talinn standa fyrir í nánast öllum ríkjum Evrópu.“ Í könnuninni var einnig spurt hvort fólk í þessum löndum teldi að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum snertu líf þeirra og töldu 63 prósent að svo væri. 29 prósent töldu áhrifin léttvæg og 9 prósent sögðust óviss. Þá var spurt hvort fólk myndi vilja fá að kjósa í bandarísku forsetakosningunum og 42 prósent sögðust gjarnan vilja það (46 prósent fólks undir þrítugu). Jón Ormur telur aukna alþjóðavæðingu hins vegar tæpast munu gera að verkum að fólk fái að kjósa víðar en í sínu heimalandi. „Kosningar verða alltaf bundnar við einstök ríki og eru einkamál hverrar þjóðar þótt þær hafi áhrif annars staðar.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Erlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Dyravörður grunaður um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lítið sem komi í veg fyrir myndun ríkisstjórnar Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Sjá meira
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent