Nær allir Íslendingar taka Obama fram yfir Romney 14. september 2012 07:00 Þó svo að ekki muni nema þremur til fimm prósentum á forsetaframbjóðendunum Romney og Obama í Bandaríkjunum, er stuðningur við Obama afgerandi í flestum öðrum löndum. Nordicphotos/AFP Meðal kjósenda utan Bandaríkjanna er hvergi meiri stuðningur við forsetaframboð Barack Obama, sitjandi Bandaríkjaforseta, en á Íslandi. Mættu Íslendingar kjósa í bandarísku forsetakosningunum þá myndu 98 prósent þeirra kjósa Obama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem bandaríska fréttastofan United Press lét vinna fyrir sig. Kannað var viðhorf fólks í yfir þrjátíu löndum um heim allan til forsetaframbjóðendanna Mitt Romney og Barack Obama. Framkvæmdina önnuðust fyrirtækin CVOTER International og WIN-Gallup International. Könnunin leiðir í ljós að Obama nýtur nokkuð víðtæks og almenns stuðnings um heim allan og sér í lagi í Evrópulöndum. Romney hefur ekki yfirhöndina nema í einu landi, Ísrael. Þar segjast 65 prósent kjósenda fremur vilja hann. Næstmests stuðnings nýtur Obama svo í Hollandi, Portúgal og Þýskalandi, eða 97 prósenta. Í Bandaríkjunum sjálfum er svo aftur miklu minni munur á milli frambjóðendanna, eða þrjú til fimm prósent. „Þetta er áhugaverð staðfesting á því hvað hinar ólíku og margbreytilegu þjóðir Evrópu eru orðnar líkar hvað varðar hin almennustu og mikilvægustu pólitísk gildi og um leið hvað Bandaríkin eru orðin gerólík Evrópu,“ segir Jón Ormur Halldórsson, dósent við Háskólann í Reykjavík. Hann segir gífurlegan stuðning við Obama í Evrópu hins vegar ekki endilega tákna almenna hrifningu á embættisfærslum hans. „Þetta sýnir miklu frekar nánast algera andstöðu við pólitík af því tagi sem Romney er talinn standa fyrir í nánast öllum ríkjum Evrópu.“ Í könnuninni var einnig spurt hvort fólk í þessum löndum teldi að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum snertu líf þeirra og töldu 63 prósent að svo væri. 29 prósent töldu áhrifin léttvæg og 9 prósent sögðust óviss. Þá var spurt hvort fólk myndi vilja fá að kjósa í bandarísku forsetakosningunum og 42 prósent sögðust gjarnan vilja það (46 prósent fólks undir þrítugu). Jón Ormur telur aukna alþjóðavæðingu hins vegar tæpast munu gera að verkum að fólk fái að kjósa víðar en í sínu heimalandi. „Kosningar verða alltaf bundnar við einstök ríki og eru einkamál hverrar þjóðar þótt þær hafi áhrif annars staðar.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Meðal kjósenda utan Bandaríkjanna er hvergi meiri stuðningur við forsetaframboð Barack Obama, sitjandi Bandaríkjaforseta, en á Íslandi. Mættu Íslendingar kjósa í bandarísku forsetakosningunum þá myndu 98 prósent þeirra kjósa Obama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem bandaríska fréttastofan United Press lét vinna fyrir sig. Kannað var viðhorf fólks í yfir þrjátíu löndum um heim allan til forsetaframbjóðendanna Mitt Romney og Barack Obama. Framkvæmdina önnuðust fyrirtækin CVOTER International og WIN-Gallup International. Könnunin leiðir í ljós að Obama nýtur nokkuð víðtæks og almenns stuðnings um heim allan og sér í lagi í Evrópulöndum. Romney hefur ekki yfirhöndina nema í einu landi, Ísrael. Þar segjast 65 prósent kjósenda fremur vilja hann. Næstmests stuðnings nýtur Obama svo í Hollandi, Portúgal og Þýskalandi, eða 97 prósenta. Í Bandaríkjunum sjálfum er svo aftur miklu minni munur á milli frambjóðendanna, eða þrjú til fimm prósent. „Þetta er áhugaverð staðfesting á því hvað hinar ólíku og margbreytilegu þjóðir Evrópu eru orðnar líkar hvað varðar hin almennustu og mikilvægustu pólitísk gildi og um leið hvað Bandaríkin eru orðin gerólík Evrópu,“ segir Jón Ormur Halldórsson, dósent við Háskólann í Reykjavík. Hann segir gífurlegan stuðning við Obama í Evrópu hins vegar ekki endilega tákna almenna hrifningu á embættisfærslum hans. „Þetta sýnir miklu frekar nánast algera andstöðu við pólitík af því tagi sem Romney er talinn standa fyrir í nánast öllum ríkjum Evrópu.“ Í könnuninni var einnig spurt hvort fólk í þessum löndum teldi að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum snertu líf þeirra og töldu 63 prósent að svo væri. 29 prósent töldu áhrifin léttvæg og 9 prósent sögðust óviss. Þá var spurt hvort fólk myndi vilja fá að kjósa í bandarísku forsetakosningunum og 42 prósent sögðust gjarnan vilja það (46 prósent fólks undir þrítugu). Jón Ormur telur aukna alþjóðavæðingu hins vegar tæpast munu gera að verkum að fólk fái að kjósa víðar en í sínu heimalandi. „Kosningar verða alltaf bundnar við einstök ríki og eru einkamál hverrar þjóðar þótt þær hafi áhrif annars staðar.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira