Nær allir Íslendingar taka Obama fram yfir Romney 14. september 2012 07:00 Þó svo að ekki muni nema þremur til fimm prósentum á forsetaframbjóðendunum Romney og Obama í Bandaríkjunum, er stuðningur við Obama afgerandi í flestum öðrum löndum. Nordicphotos/AFP Meðal kjósenda utan Bandaríkjanna er hvergi meiri stuðningur við forsetaframboð Barack Obama, sitjandi Bandaríkjaforseta, en á Íslandi. Mættu Íslendingar kjósa í bandarísku forsetakosningunum þá myndu 98 prósent þeirra kjósa Obama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem bandaríska fréttastofan United Press lét vinna fyrir sig. Kannað var viðhorf fólks í yfir þrjátíu löndum um heim allan til forsetaframbjóðendanna Mitt Romney og Barack Obama. Framkvæmdina önnuðust fyrirtækin CVOTER International og WIN-Gallup International. Könnunin leiðir í ljós að Obama nýtur nokkuð víðtæks og almenns stuðnings um heim allan og sér í lagi í Evrópulöndum. Romney hefur ekki yfirhöndina nema í einu landi, Ísrael. Þar segjast 65 prósent kjósenda fremur vilja hann. Næstmests stuðnings nýtur Obama svo í Hollandi, Portúgal og Þýskalandi, eða 97 prósenta. Í Bandaríkjunum sjálfum er svo aftur miklu minni munur á milli frambjóðendanna, eða þrjú til fimm prósent. „Þetta er áhugaverð staðfesting á því hvað hinar ólíku og margbreytilegu þjóðir Evrópu eru orðnar líkar hvað varðar hin almennustu og mikilvægustu pólitísk gildi og um leið hvað Bandaríkin eru orðin gerólík Evrópu,“ segir Jón Ormur Halldórsson, dósent við Háskólann í Reykjavík. Hann segir gífurlegan stuðning við Obama í Evrópu hins vegar ekki endilega tákna almenna hrifningu á embættisfærslum hans. „Þetta sýnir miklu frekar nánast algera andstöðu við pólitík af því tagi sem Romney er talinn standa fyrir í nánast öllum ríkjum Evrópu.“ Í könnuninni var einnig spurt hvort fólk í þessum löndum teldi að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum snertu líf þeirra og töldu 63 prósent að svo væri. 29 prósent töldu áhrifin léttvæg og 9 prósent sögðust óviss. Þá var spurt hvort fólk myndi vilja fá að kjósa í bandarísku forsetakosningunum og 42 prósent sögðust gjarnan vilja það (46 prósent fólks undir þrítugu). Jón Ormur telur aukna alþjóðavæðingu hins vegar tæpast munu gera að verkum að fólk fái að kjósa víðar en í sínu heimalandi. „Kosningar verða alltaf bundnar við einstök ríki og eru einkamál hverrar þjóðar þótt þær hafi áhrif annars staðar.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Meðal kjósenda utan Bandaríkjanna er hvergi meiri stuðningur við forsetaframboð Barack Obama, sitjandi Bandaríkjaforseta, en á Íslandi. Mættu Íslendingar kjósa í bandarísku forsetakosningunum þá myndu 98 prósent þeirra kjósa Obama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem bandaríska fréttastofan United Press lét vinna fyrir sig. Kannað var viðhorf fólks í yfir þrjátíu löndum um heim allan til forsetaframbjóðendanna Mitt Romney og Barack Obama. Framkvæmdina önnuðust fyrirtækin CVOTER International og WIN-Gallup International. Könnunin leiðir í ljós að Obama nýtur nokkuð víðtæks og almenns stuðnings um heim allan og sér í lagi í Evrópulöndum. Romney hefur ekki yfirhöndina nema í einu landi, Ísrael. Þar segjast 65 prósent kjósenda fremur vilja hann. Næstmests stuðnings nýtur Obama svo í Hollandi, Portúgal og Þýskalandi, eða 97 prósenta. Í Bandaríkjunum sjálfum er svo aftur miklu minni munur á milli frambjóðendanna, eða þrjú til fimm prósent. „Þetta er áhugaverð staðfesting á því hvað hinar ólíku og margbreytilegu þjóðir Evrópu eru orðnar líkar hvað varðar hin almennustu og mikilvægustu pólitísk gildi og um leið hvað Bandaríkin eru orðin gerólík Evrópu,“ segir Jón Ormur Halldórsson, dósent við Háskólann í Reykjavík. Hann segir gífurlegan stuðning við Obama í Evrópu hins vegar ekki endilega tákna almenna hrifningu á embættisfærslum hans. „Þetta sýnir miklu frekar nánast algera andstöðu við pólitík af því tagi sem Romney er talinn standa fyrir í nánast öllum ríkjum Evrópu.“ Í könnuninni var einnig spurt hvort fólk í þessum löndum teldi að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum snertu líf þeirra og töldu 63 prósent að svo væri. 29 prósent töldu áhrifin léttvæg og 9 prósent sögðust óviss. Þá var spurt hvort fólk myndi vilja fá að kjósa í bandarísku forsetakosningunum og 42 prósent sögðust gjarnan vilja það (46 prósent fólks undir þrítugu). Jón Ormur telur aukna alþjóðavæðingu hins vegar tæpast munu gera að verkum að fólk fái að kjósa víðar en í sínu heimalandi. „Kosningar verða alltaf bundnar við einstök ríki og eru einkamál hverrar þjóðar þótt þær hafi áhrif annars staðar.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira