Útgjöld aukast víða Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. september 2012 06:00 Sykurskatturinn þýðir 6.400 króna aukin útgjöld á ári fyrir hverja fjölskyldu. Verðlagsáhrif boðaðra breytinga í nýframlögðum fjárlögum næsta árs skýrast ekki fyrr en fram koma á þingi lagafrumvörp um einstakar breytingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki farið fram á það við Hagstofu Íslands að tekin yrðu saman áhrif fjárlagafrumvarpsins á verðlag og vísitölu neysluverðs, en það verði að líkindum gert þegar metin verða áhrif hverrar breytingar fyrir sig. Þannig liggur til að mynda ekki fyrir í hvaða vöruflokkum verð muni hækka vegna fyrirhugaðrar hækkunar gjalda á sykraða vöru út frá manneldissjónarmiðum. Í fjárlagafrumvarpinu kemur aftur á móti fram að hún eigi að skila ríkinu 800 milljóna króna tekjuauka. Það þýðir 0,13 prósenta útgjaldaaukningu á ársgrundvelli fyrir heimili landsins, samkvæmt mælistiku Hagstofu Íslands. Er þá gert ráð fyrir að heimilin sé um 125 þúsund talsins og að mánaðarútgjöld fjölskyldunnar séu 442 þúsund krónur. Á ársgrundvelli myndi skatturinn því þýða 6.400 króna aukin útgjöld fyrir hverja fjölskyldu. Eftir því sem næst verður komist kallar boðað afnám í fjárlögum á undanþágu bílaleiga af vörugjöldum af ökutækjum á hækkun leiguverðs upp á að minnsta kosti fimmtán til tuttugu prósent. Óvíst er þó að áhrifa hækkunar gæti strax því bílaleigurnar hafa margar þegar gengið frá samningum og birt verðskrár fyrir næsta ár. Eins er óvíst að hækkun virðisaukaskatts á gistingu skili sér strax því í mörgum tilvikum hafa þegar verið birtar gjaldskrár næsta árs. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að gistiþjónusta verði flutt í efra þrep skattsins frá 1. maí á næsta ári. Sé þeirri hækkun velt beint út í verð nemur hún 17,3 prósentum. Miðað við það færi verð 40 þúsund króna hótelherbergis í rétt tæpar 47 þúsund krónur nóttin. Útgjöld bifreiðaeigenda aukast nokkuð samkvæmt frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að hækkað vörugjald á bensín og dísilolíu skili ríkinu 1,1 milljarðs tekjuaukningu, hækkað bifreiðagjald skili 400 milljóna króna aukningu og hækkað kílómetragjald sextíu milljónum. Alls er þarna um að ræða 1.560 milljónir króna. Skiptist sú upphæð til helminga milli heimila og fyrirtækja þá þýðir það yfir árið 6.240 krónur í aukin útgjöld fyrir hverja fjölskyldu. Breyta á lögum um gjald á áfengi og tóbak með 100 prósenta hækkun á gjaldi á neftóbak og fimmtán prósenta hækkun á tóbaksgjaldi að öðru leyti. Þá er gert ráð fyrir 4,6 prósenta hækkun á krónutölu áfengisgjalda. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Verðlagsáhrif boðaðra breytinga í nýframlögðum fjárlögum næsta árs skýrast ekki fyrr en fram koma á þingi lagafrumvörp um einstakar breytingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki farið fram á það við Hagstofu Íslands að tekin yrðu saman áhrif fjárlagafrumvarpsins á verðlag og vísitölu neysluverðs, en það verði að líkindum gert þegar metin verða áhrif hverrar breytingar fyrir sig. Þannig liggur til að mynda ekki fyrir í hvaða vöruflokkum verð muni hækka vegna fyrirhugaðrar hækkunar gjalda á sykraða vöru út frá manneldissjónarmiðum. Í fjárlagafrumvarpinu kemur aftur á móti fram að hún eigi að skila ríkinu 800 milljóna króna tekjuauka. Það þýðir 0,13 prósenta útgjaldaaukningu á ársgrundvelli fyrir heimili landsins, samkvæmt mælistiku Hagstofu Íslands. Er þá gert ráð fyrir að heimilin sé um 125 þúsund talsins og að mánaðarútgjöld fjölskyldunnar séu 442 þúsund krónur. Á ársgrundvelli myndi skatturinn því þýða 6.400 króna aukin útgjöld fyrir hverja fjölskyldu. Eftir því sem næst verður komist kallar boðað afnám í fjárlögum á undanþágu bílaleiga af vörugjöldum af ökutækjum á hækkun leiguverðs upp á að minnsta kosti fimmtán til tuttugu prósent. Óvíst er þó að áhrifa hækkunar gæti strax því bílaleigurnar hafa margar þegar gengið frá samningum og birt verðskrár fyrir næsta ár. Eins er óvíst að hækkun virðisaukaskatts á gistingu skili sér strax því í mörgum tilvikum hafa þegar verið birtar gjaldskrár næsta árs. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að gistiþjónusta verði flutt í efra þrep skattsins frá 1. maí á næsta ári. Sé þeirri hækkun velt beint út í verð nemur hún 17,3 prósentum. Miðað við það færi verð 40 þúsund króna hótelherbergis í rétt tæpar 47 þúsund krónur nóttin. Útgjöld bifreiðaeigenda aukast nokkuð samkvæmt frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að hækkað vörugjald á bensín og dísilolíu skili ríkinu 1,1 milljarðs tekjuaukningu, hækkað bifreiðagjald skili 400 milljóna króna aukningu og hækkað kílómetragjald sextíu milljónum. Alls er þarna um að ræða 1.560 milljónir króna. Skiptist sú upphæð til helminga milli heimila og fyrirtækja þá þýðir það yfir árið 6.240 krónur í aukin útgjöld fyrir hverja fjölskyldu. Breyta á lögum um gjald á áfengi og tóbak með 100 prósenta hækkun á gjaldi á neftóbak og fimmtán prósenta hækkun á tóbaksgjaldi að öðru leyti. Þá er gert ráð fyrir 4,6 prósenta hækkun á krónutölu áfengisgjalda.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira