Flúði eftir fjögurra ára heimilisofbeldi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2012 18:37 Ung kona, sem bjó við heimilisofbeldi í nokkur ár, segir óttann við að missa börnin hafa komið í veg fyrir að hún færi frá sambýlismanni sínum. Hún flúði að lokum í Kvennaathvarfið og segir það hafa bjargað sér. Konan hafði búið við ofbeldi í 4 ár þegar hún flúði í Kvennaathvarfið. „Hann beitti bara mjög miklu ofbeldi. Kúgun og stjórnun og bara fyllti út í alla reiti," segir konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hún hafði þá um tveggja ára skeið reynt að losna út úr sambandinu og nokkrum sinnum mætt í viðtöl hjá ráðgjafa í Kvennaathvarfinu. „Það gerði útslagið þegar að hann réðst á mig í síðasta skiptið þá voru börnin heima sofandi." Eftir árásina tók sambýlismaður hennar lyklana af henni, peningana og símann og kastaði henni út af heimilinu. Þau voru búsett í bæ á landsbyggðinni og vildi konan ekki yfirgefa börnin. „Hann læsti mig úti þannig að ég beið bara. Hann sótti mig alltaf út í bíl og henti mér svo út aftur. En svo bara lét ég eins og allt væri gott daginn eftir og fór svo í bæinn á mánudeginum." Hún fór svo í Kvennaathvarfið þar sem hún dvaldi í 4 vikur. Barnanna sinna vegna vill hún ekki koma fram undir nafni. Hún segir sambýlismann sinn hafa hótað að gera allt til börnin yrðu tekin af henni ef hún færi frá honum. „Hann var náttúrulega búinn að hóta sýslumanninum, forsjármálum, kærumálum og Barnavernd og bara öllu sem hægt er að hóta varðandi börnin af því hann vissi að þau væru mikilvægust. Það var það sem hindraði mig mest í að fara af því ég var hrædd við öll þessi mál." Að lokum áttaði hún sig á að hún yrði að fara barnanna vegna. „Ég vildi vera góð fyrirmynd og svo var ekkert hægt að lifa svona. Það versnaði bara sífellt og gekk á öll siðferðismörkin." Hún segist hafa þurft að vinna mikið í sínum málum. „Ég er með áfallastreitu og hann var alveg í ár eftir að við hættum saman með umgengismál, forsjármál, hótandi Barnavernd, hringjandi á Barnavernd. En þegar hann byrjaði upp á nýtt með nýrri kærustu fékk ég meira frí." Hún segir oft vera þröngt á þingi í Kvennaathvarfinu og stundum hafi konur sofið í setustofunni. Kvennaathvarfið stendur nú fyrir söfnunarátakinu Öll með tölu. Tilgangurinn er að safna fyrir stærra húsnæði. Seldar eru tölur til styrktar Kvennaathvarfinu víða í verslunum og haldið verður sérstakt uppboð. Hún segist sannfærð um að hún hefði verið lengur í sambandinu ef hún hefði ekki leitað til Kvennaathvarfsins. „Ég trúi því alveg að það hafi bjargað mér." Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ung kona, sem bjó við heimilisofbeldi í nokkur ár, segir óttann við að missa börnin hafa komið í veg fyrir að hún færi frá sambýlismanni sínum. Hún flúði að lokum í Kvennaathvarfið og segir það hafa bjargað sér. Konan hafði búið við ofbeldi í 4 ár þegar hún flúði í Kvennaathvarfið. „Hann beitti bara mjög miklu ofbeldi. Kúgun og stjórnun og bara fyllti út í alla reiti," segir konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hún hafði þá um tveggja ára skeið reynt að losna út úr sambandinu og nokkrum sinnum mætt í viðtöl hjá ráðgjafa í Kvennaathvarfinu. „Það gerði útslagið þegar að hann réðst á mig í síðasta skiptið þá voru börnin heima sofandi." Eftir árásina tók sambýlismaður hennar lyklana af henni, peningana og símann og kastaði henni út af heimilinu. Þau voru búsett í bæ á landsbyggðinni og vildi konan ekki yfirgefa börnin. „Hann læsti mig úti þannig að ég beið bara. Hann sótti mig alltaf út í bíl og henti mér svo út aftur. En svo bara lét ég eins og allt væri gott daginn eftir og fór svo í bæinn á mánudeginum." Hún fór svo í Kvennaathvarfið þar sem hún dvaldi í 4 vikur. Barnanna sinna vegna vill hún ekki koma fram undir nafni. Hún segir sambýlismann sinn hafa hótað að gera allt til börnin yrðu tekin af henni ef hún færi frá honum. „Hann var náttúrulega búinn að hóta sýslumanninum, forsjármálum, kærumálum og Barnavernd og bara öllu sem hægt er að hóta varðandi börnin af því hann vissi að þau væru mikilvægust. Það var það sem hindraði mig mest í að fara af því ég var hrædd við öll þessi mál." Að lokum áttaði hún sig á að hún yrði að fara barnanna vegna. „Ég vildi vera góð fyrirmynd og svo var ekkert hægt að lifa svona. Það versnaði bara sífellt og gekk á öll siðferðismörkin." Hún segist hafa þurft að vinna mikið í sínum málum. „Ég er með áfallastreitu og hann var alveg í ár eftir að við hættum saman með umgengismál, forsjármál, hótandi Barnavernd, hringjandi á Barnavernd. En þegar hann byrjaði upp á nýtt með nýrri kærustu fékk ég meira frí." Hún segir oft vera þröngt á þingi í Kvennaathvarfinu og stundum hafi konur sofið í setustofunni. Kvennaathvarfið stendur nú fyrir söfnunarátakinu Öll með tölu. Tilgangurinn er að safna fyrir stærra húsnæði. Seldar eru tölur til styrktar Kvennaathvarfinu víða í verslunum og haldið verður sérstakt uppboð. Hún segist sannfærð um að hún hefði verið lengur í sambandinu ef hún hefði ekki leitað til Kvennaathvarfsins. „Ég trúi því alveg að það hafi bjargað mér."
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira