Innlent

Drakk úr sér allt vit og var boðinn ríkisborgararéttur í Suður-Kóreu

Maðurinn sagði lögreglunni að hann hafi fyrir slysni endað á viðarfjöl og rekið frá Gyodong-eyjunni í átt að Suður-Kóreu.
Maðurinn sagði lögreglunni að hann hafi fyrir slysni endað á viðarfjöl og rekið frá Gyodong-eyjunni í átt að Suður-Kóreu. mynd/AFP
Sauðdrukkinn Norður-Kóreumaður flaut frá heimalandi sínu og yfir til Suður-Kóreu á fleka. Honum hefur nú verið boðinn ríkisborgararéttur í Suður-Kóreu.

Það er suður-kóreski fréttamiðillinn Yonhap sem greinir frá þessu. Þar kemur fram að maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hafi verið í felum í litlum kofa á eyjunni Ganghwa.

Þá greinir Yonhap frá því að maðurinn hafi verið kaldur og hrakinn, enda var hann á nærklæðunum einum saman.

Maðurinn sagði lögreglunni að hann hafi fyrir slysni endað á viðarfjöl og rekið frá Gyodong-eyjunni í átt að Suður-Kóreu.

Eins og áður segir hefur manninum nú verið boðinn suður-kóreskur ríkisborgararéttur og ætla má að þessi lífsglaði ungi maður muni þykkja það boð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×