Innlent

Réttað í Hrunaréttum og Skaftholtsréttum í dag

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Þessi strákar létu sitt ekki eftir liggja..
Þessi strákar létu sitt ekki eftir liggja.. mynd/ mhh
Hrunaréttir í Hrunamannahreppi og Skaftholtsréttir í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru haldnar í dag í blíðskaparveðri. Mikill fjöldi fólks er í báðum réttunum og eru bændur og búalið sammála um að féð kemur mjög fallegt af fjalli. Á morgun verða Reykjaréttir á Skeiðunum haldnar og Tungnaréttir í Biskupstungum verða á sunnudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson tók meðfylgjandi myndir í Hrunaréttum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×