Innlent

Lögreglan með mikinn viðbúnað

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. mynd/jhh
Aðgerðir lögreglunnar í tengslum við amfetamínverksmiðju í Efstasundi í Reykjavík eru nokkuð umfangsmiklar og hafa staðið yfir í allt kvöld, samkvæmt upplýsingum Vísis.

Að sögn fréttamanns Vísis á staðnum hafa lögreglumenn reist tjald í garði hússins, þar sem kveikt er ljós og eru lögreglumenn að vinna inni í tjaldinu. Líklegast að skoða fíkniefni eða tæki og tól. Þá eru tveir lögreglumenn sem vakta húsið utan frá. Einn dælubíll frá slökkviliðinu er á svæðinu sem og tæknideild lögreglunnar.

Fjölmargir standa fyrir utan gulan borða og fylgjast með aðgerðum lögreglunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×