Innlent

Innkalla þriggja korna graut

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/GVA
Þriggja korna grautur frá vörumerkinu Holle hefur verið innkallaður af heildsölunni Yggrasill. Ástæðan er að í grautnum mældist aukið magn OTA (mycotoxin), þ.e. umfram það sem eðlilegt er í matvörum.

Til að gæta fyllsta öryggis verður varan tekin úr hillum verslana og fargað. Innköllunin einskorðast við þriggja korna graut frá vörumerkin Holle sem merktur er með dagsetningunni 25.04.2013.

Grauturinn sem um ræðir.
Ef einhver kann að eiga þessa vöru heima hjá sér er sá hinn sami vinsamlega beðinn að skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt og fá hanan bætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×