Innlent

Engin sprengihætta vegna amfetamínverksmiðjunnar

Lögreglan upprætti í gærkvöldi amfetamínverksmiðju í bílskúr í Efstasundi í Reykjavík. Töluverður viðbúnaður var vegna málsins og var hluta götunnar lokað, enda um afar eldfim efni að ræða í slíkri framleiðslu.

Í tilkynningu sem barst frá lögreglu í gærkvöldi segir þó að engin sprengihætta hafi verið samfara aðgerðum hennar á staðnum í gær.

Sérfræðingar frá Háskóla Íslands og Slökkviliðinu aðstoðuðu lögregluna við að taka verksmiðjuna niður og var reist tjald í garði hússins svo menn gætu athafnað sig.

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×