Innlent

Jón Gnarr afhjúpaði Óþekkta embættismanninn á nýjum stað

BBI skrifar
Magnús Tómasson og Jón Gnarr ásamt Óþekkta embættismanninum.
Magnús Tómasson og Jón Gnarr ásamt Óþekkta embættismanninum.
Æðsti embættismaður Reykjavíkurborgar, Jón Gnarr, bauð kollega sinn, Óþekkta embættismanninn, velkominn á nýjan verustað við Tjarnarbakkann í dag. Óþekkti embættismaðurinn var í vikunni fluttur af torginu aftan við Jómfrúna við Lækjargötu og að Tjarnarbakkanum og Jón Gnarr afhjúpaði listaverkið á nýjum stað í dag.

Útilistaverkið Óþekkti embættismaðurinn er eftir Magnús Tómasson, myndlistarmann sem segist ánægður með nýju staðsetninguna. „Nú er hann kominn af stallinum og niður á jörðina," segir Magnús.

Verkið þótti ekki njóta sín sem skyldi á fyrri verustað sínum og var flutningurinn hugsaður til að koma honum á fjölfarnari stað. Ekki spillti fyrir að nú stendur Óþekkti embættismaðurinn nær Ráðhúsinu og Alþingishúsinu og er því í betri tengslum við stjórnsýsluna eins og hún leggur sig.


Tengdar fréttir

Verkamenn færa Óþekkta embættismanninn að Tjörninni

Útlistaverk Magnúsar Tómassonar af Óþekkta embættismanninum var flutt af verustað sínum út að Tjarnarbakkanum þar sem embættismaðurinn mun framvegis standa á móti Ráðhúsinu. Jón Gnarr mun afhjúpa verkið á nýja staðnum á morgun klukkan hálf þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×