Innlent

Utanríkisráðherrar fóru yfir stöðuna

BBI skrifar
Össur og Søvndal tókust í hendur.
Össur og Søvndal tókust í hendur.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag á móti Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur. Søvndal er hér á landi í opinberri heimsókn.

Utanríkisráðherrarnir fóru m.a. yfir stöðuna á evrusvæðinu og aðildarviðræður Íslands við ESB á fundi í dag. Einnig ræddu þeir stöðuna í Icesave-málinu og makríldeilunni.

Að loknum fundinum hittir Søvndal utanríkismálanefnd og fundar með Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×