Innlent

Hanna Birna stefnir á fyrsta sæti í Reykjavík

Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík ætlar að gefa kost á sér í fyrsta sæti á framboðslista í Reykljavík fyrir næstu Alþingiskosningar. Þetta er fullyrt í Fréttatímanum í dag.

Þar segir ennfremur að Hanna Birna hafi hug á að sækjast eftir embætti varaformanns flokksins en nýverið lýsti Ólöf Nordal því yfir að hún muni ekki sækja eftir endurkjöri í það embætti á næsta landsfundi flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×