Innlent

Fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tuttugu og fjögurra ára karlmaður var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað upp dóminn. Pilturinn réðist tvívegis á fyrrverandi stjúpmóður sína á heimili hennar og var fimm ára sonur hennar á heimilinu á meðan árásin var gerð, eins og Vísir hefur áður greint frá. Auk fimm ára fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða konunni 1500 þúsund krónur í skaðabætur auk sakarkostnaðar. Þinghaldið í Héraðsdómi Reykjaness var lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×