Fleiri fréttir

Í haldi vegna heimilisofbeldis og annarra brota

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu gæsluvarðhalds yfir manni sem m.a. er grunaður um gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni, þjófnað og fíkniefnabrot.

Síðustu bæirnir að komast í samband

"Það er bara um það bil á þessari stundu sem þeir eru að ganga frá tengingunum," segir Örlygur Jónasson, framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs hjá Rarik. Síðustu bæirnir á Norðurlandi verða því komnir í samband við rafmagn á næstu klukkutímum eftir rafmagnsleysi síðustu daga.

Skýr skilaboð duga ekki til - björgunarsveit sækir fasta ferðamenn

Félagar í björgunarsveitinni OK í Borgarfirði eru nú á leið að rótum Langjökuls til að sækja sjö manns sem sitja þar í föstum jeppa. Samkvæmt frétt Skessuhorns þarf þarf tvo vel búna björgunarbíla í þessa ferð náist ekki að losa bíl ferðamannanna.

Kaupmenn vilja klukkur í stað stöðumæla

Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg og Miðborgin okkar vilja láta kanna til hlítar möguleika á að taka upp bílaklukkur í Reykjavík í stað gjaldmæla og skora samtökin á borgaryfirvöld að koma á samstarfshópi borgarinnar og hagsmunaaðila í miðborginni sem myndi kynna sér betur kosti þessa fyrirkomulags. Samtökin héldu sameiginlegan opin fund á þriðjudaginn um reynslu Akureyringa af svokölluðu bílaklukkum, en framsögumenn á fundinum komu meðal annars frá Akureyri

Sjálfstæðismenn furða sig á gríðarlega auknum launakostnaði

Launakostnaður Reykjavíkurborgar fór einum milljarði frammúr áætlun á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram fréttatilkynningu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem vísa í árshlutauppgjör borgarinnar. Sjálfstæðismenn kröfðust skýringa á þessum umframkostnaði í fyrirspurn sem þeir lögðu fram á borgarráðsfundi í dag. Sjálfstæðismenn segja að rekstrarkostnaður hafi aukist í takt við skatta og gjaldskrárhækkanir meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar. Illa gangi að ná hagræðingu og sparnaði í kerfinu sjálfu.

Stal Biblíu og blóðþrýstingsmæli úr bifreið fyrir utan klaustur

Tveir karlmenn voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir umboðssvik, þjófnaði, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Sá eldri, sem er fæddur 1982, var dæmdur fyrir umboðssvikin ásamt karlmanni fæddum 1983 en þeir sviku rúmar 150 þúsund krónur út af heimabanka. Sá yngri var einnig dæmdur fyrir að brjótast inn í tvær bifreiðar, önnur var staðsett fyrir utan klaustur Maríusystranna í Hafnarfirði.

Verkamenn færa Óþekkta embættismanninn að Tjörninni

Útlistaverk Magnúsar Tómassonar af Óþekkta embættismanninum var flutt af verustað sínum út að Tjarnarbakkanum þar sem embættismaðurinn mun framvegis standa á móti Ráðhúsinu. Jón Gnarr mun afhjúpa verkið á nýja staðnum á morgun klukkan hálf þrjú.

Össur: Alvarleg staða ef ESB grípur til innflutningstakmarkana

Össuri Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir Evrópuþingið hafa hagað sér heimskulega í makríldeilunni við Ísland. Ef framkvæmdastjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum á makríl þvert á EES-samninginn þá sé kominn upp alvarleg staða í samskiptum Íslands og ESB.

Tæplega sextíu hugmyndir bárust

Tæplega sextíu hugmyndir bárust frá almenningi í hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar. Hugmyndirnar eru fjölbreyttar en snúast flestar um að bæta útivistarmöguleika á svæðinu. Dómnefnd hefur nýlega hafið störf og mun skila af sér niðurstöðum í byrjun október.

Foreldrar á þingi vilja lækka skatta á taubleium

Þingmennirnir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (V), Birkir Jón Jónsson (B) og Lilja Mósesdóttir lögðu í dag fram frumvarp um breytingar á virðisaukaskattsþrepi á taubleium en núna þarf að greiða 25,5 prósent skatt af bleiunum. Þingmennirnir leggja til að skatturinn verði lækkaður niður í 7 prósent. Í greinagerð frá þingmönnunum segir að lækkun virðisaukaskatts á umhverfisvænum vörum sé jákvæð og til þess fallin að margir sem ella fjárfesta ekki í slíkum vörum kjósa að kaupa þær.

Íslenska lögreglan næstum best í heimi á facebook

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir notkun sína á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter. Lögregluembættið var fyrr á árinu tilnefnt til virtra alþjóðlegra verðlauna fyrir þessi rafrænu umsvif sín, ásamt tveimur öðrum embættum. Nú nýlega var tilkynnt um hver fór með sigur af hólmi en það var ekki íslenska embættið.

Var djúpt sokkin ofan í skafl

Um 300 manns frá björgunarsveitum eru við fjárleit á Norðurlandi í dag, en leit hefur staðið yfir nánast viðstöðulaust frá því að óveðrið gekk yfir í byrjun vikunnar. Elías Frímann Elvarsson, í björgunarsveitinni á Húsavík, náði þeim mögnuðu myndum af því þegar hann og samstarfsmaður hans náðu að moka lambi úr skafli.

Vilja skoða stofnun göngudeildar fyrir konur með legslímuflakk

Þingmenn Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um að Alþingi feli velferðarráðherra að beita sér fyrir fræðslu um legslímuflakk og skoða möguleika á stofnun göngudeildar fyrir konur með legslímuflakk.

Stuðningshópur fyrir unga krabbameinssjúklinga

Kynningarfundur fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein verður haldinn í kvöld klukkan átta. Hópurinn kom saman síðaliðinn vetur og veitti mörgum stuðning að sögn Ernu Magnúsdóttur, forstöðumanns suðningsmiðstöðvarinnar Ljóssins.

Tófan komin í "hlaðborð" eftir fárviðrið

Helsta áhyggjuefni fjárleitarmanna á Norðurlandi sem síðustu daga hafa dregið kindur upp úr snjósköflum eftir óveðrið er tófan. Þetta segir Guðmundur Hjálmarsson, bóndi á Korná í Skagafirði, sem hefur síðustu daga komið að hverri kindinni á fætur annarri sem tófan hefur leikið illa.

Framkvæmdir á Vesturlandsvegi

Í dag verður unnið við lokafrágang á vegriði á Vesturlandsvegi við Korpu. Það hefur í för með sér að þrengja þarf vinstri akrein í báðar akstursáttir tímabundið, en einungis aðra í einu. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og aka varlega um vinnusvæðið.

Fagna launahækkun forstjórans

Stjórn BHM telur nýlega launahækkun forstjóra LSH staðfesta að laun háskólamenntaðra sérfræðinga hjá ríkinu standast ekki samanburð, hvorki við sambærileg störf á almennum vinnumarkaði né þegar horft er til nágrannalanda. Þetta segir í ályktun sem stjórnin sendi frá sér í morgun.

Fyrsta ferð Herjólfs fellur niður

Vegna ölduhæðar í Landeyjahöfn fellur fyrsta ferð Herjólfs niður frá Vestmannaeyjum kl. 08:30 og frá Landeyjahöfn kl. 10:00.

Um 250 björgunarmenn að störfum í dag

Um tvöhundruð og fimmtíu manns í björgunarsveitum frá Breiðdalsvík til Siglufjarðar, og af höfuðborgarsvæðinu, verða við störf í dag á norðaustururlandi og leita kinda.

Vandamálið ekki séríslenskt

Orð forsetans við setningu Alþingis eru eðlilegt framhald orðræðu úr kosningabaráttu hans, segir Gunnar Helgi Kristinsson. Forsetinn sagði slælegt álit á Alþingi munu auka þrýsting á aðkomu hans að lagasetningu.

Kæra lausagöngu sauðfjár

Ábúendur á bæ í Dalabyggð hafa kært til lögreglu ákvörðun sveitarstjórnar um að sinna ekki smölun á sauðfé sem gengur laust í byggð. Sveitarstjórnin hvetur Vegagerð og landeigendur til að girða betur.

Bifreið alelda í Búðagerði

Slökkviliðið var nú á sjöunda tímanum kallað í Búðagerði í Reykjavík. Þar kom upp eldur í bifreið og var hún alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Ekkert er vitað um eldsupptök að svo stöddu að sögn vaktstjóra.

Vöxtur yfirdráttar 29 prósent frá 2009

Vöxtur yfirdráttarskulda heimilanna frá júlí 2009 til júlí 2012 var úr 43,6 milljörðum króna í tæpa 66 milljarða króna. Það gerir um 29 prósenta vöxt á þessum þremur árum.

Flestar kindurnar sem hafa fundist eru á lífi

Gleðifréttir berast að norðan því meiri hluti fjárins sem fundist hefur í dag og kvöld er á lífi. Ekki finnst mikið dauðu fé, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Jóhanna segist hafa talað um aðildarviðræðurnar

"Þeir hafa ekki lesið hana nægilega vel,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í tíufréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld, þegar borið var undir hana að athygli vakti að hún minntist ekkert á aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið í stefnuræðu sinni.

Sigmundur Davíð: Venjulegir Íslendingar þurfa raunverulegar lausnir

Venjulegir Íslendingar, eins og hjúkrunarfræðingur í Kópavogi, einstæðir foreldrar á Akureyri og lögreglumaður á Þórshöfn glíma við vanda sem þarf að fást við með raunverulegum lausnum. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. "Til að leysa þau þarf skynsemi og rökhyggju, en ekki blinda trú á að ein hugmyndafræði, til hægri eða vinstri, leysi allan vanda,“ sagði Sigmundur Davíð.

Mjög athyglisvert að Jóhanna hafi ekki minnst á aðildarviðræðurnar

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og samningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB, segir að það sé mjög athyglisvert að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi ekki minnst einu orði á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í síðustu stefnuræðu sinni á þessu kjörtímabili.

Steingrímur vill að Sjálfstæðisflokkurinn fái frí næstu fjögur ár

Bjartsýni landsmanna hefur vaxið mánuði frá mánuði, ef marka má mælingar þar um, sagði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði að sumarið hefði verið hagfellt. "Strandveiðarnar hleyptu lífi í þorpin við sjávarsíðuna og erlendir ferðamenn streymdu til landsins í meiri fjölda en nokkru sinni," sagði Bjarni meðal annars. Nú væri þessu góða sumri lokið með harkalegum hvelli.

Vék sæti vegna vanhæfis í Icesave-málinu

Dómari skipaður af Norðmönnum vék sæti í EFTA-dómstólnum í samningsbrotamáli gegn Íslandi vegna greinar sem hann skrifaði um innistæðutryggingar í norska dagblaðið Aftenposten. Búast má við að dómur í málinu liggi fyrir innan 3 mánaða, en málið verður flutt fyrir dómstólnum á þriðjudag.

Bjarni: Kaldar kveðjur frá Evrópuþinginu

Evrópuþingið sendi Íslendingum í dag kaldar kveðjur og hótar viðskiptaþvingunum ef við látum ekki undan í makríldeilunni, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.

Bjarni Ben: Alþingi bregðist við ástandinu fyrir norðan

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi bændum fyrir norðan og björgunarfólki baráttukveðjur, á Alþingi í kvöld. Hundruð björgunarsveitarmenn leita nú að þúsundum fjár sem fennt hefur yfir.

Jóhanna beindi sjónum sínum til íbúa á Norðurlandi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þakkaði björgunarsveitarmönnum fyrir norðan sem hafa lagt sitt af mörkum til björgunarstarfa síðustu daga við upphaf stefnuræðu sinnar á Alþingi í kvöld.

Jóhanna: Stóraukin fjárfesting

Fjárfesting fyrstu sex mánuði ársins 2012 jókst um 19,3% samanborið við fyrstu sex mánuði ársins 2011, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún sagði að fjárfesting atvinnuvega hefði aukist um 27,1% og íbúðafjárfesting um 7,7% en fjárfesting hins opinbera dregist saman um 6,2% á sama tímabili.

Of Monsters and Men í auglýsingunni fyrir iPhone 5

Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýjan iPhone 5 sem hefur vakið mikla athygli aðdáenda á veraldarvefnum. Íslendingar sem horfðu á auglýsinguna fyrir símann á vefsíðu Apple nú í kvöld könnuðust þó við eitt lögunum sem notað var í auglýsinga því það er með íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men.

Steingrímur: Koðnum ekki niður vegna þessarar samþykktar

"Það er í sjálfu sér ágætt að Evrópusambandið hafi áhyggjur af sjálfbærni fiskveiða, en þeir eiga sjálfir langt í land þar, ég geri svo sem engar athugasemdir við það,“ segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra um samþykkt Evrópuþingsins um viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum vegna makríldeilunnar svokölluðu.

Um 800 nemendur framkölluðu risaskjálfta

Um 800 nemendur leikskóla, grunnskóla og Fjölbrautaskóla Suðurlands, auk starfsmanna Ráðhúss Árborgar komu saman í miðbæjargarðinum á Selfossi í dag og framkölluðu þar jarðskjálfta að stærðinni 6,5 með hoppum sem allir framkvæmdu í einu. Uppákoman var liður í hreyfingarátaki Fjölbrautaskóla Suðurlands veturinn 2012/2013 en skólinn er heilsueflandi skóli, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum dfs.is.

100 milljónir króna í Sandvíkursetur á Selfossi

Í dag var undirritaður samningur Sveitarfélagsins Árborgar og Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands um leigu þeirra á Sandvíkursetri á Selfoss. Um er að ræða fræðslusetur þar sem fjölbreytt starfsemi verður í 1620 fermetra húsnæði.

Ökufantar teknir í Reykjavík

Nokkrir ökufantar voru teknir fyrir hraðakstur í Reykjavík í gær og nótt. Sá sem hraðast ók mældist á 173 km hraða á Reykjanesbraut, norðan Stekkjarbakka, síðdegis í gær. Um var að ræða karl um þrítugt en sá hefur oft áður komið við sögu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðarlagabrota. Viðkomandi hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.

Íslendingar stjórna fyrstu nýsköpunarhelgi Írans

Fyrsta nýsköpunarhelgi í Íran frá upphafi var haldin á dögunum. Íslendingar voru fengnir til að halda utan um dagskrána. Þeir telja að helgin hafi verið stór viðburður í landinu öllu og mikilvægt fyrir Írana að koma verkefnum af þessum toga af stað.

Landhelgisgæslan hjálpar til við leit að sauðfé

Landhelgisgæslan hefur ákveðið að senda flugvélina TF-SIF til leitar í samstarfi við almannavarnayfirvöld í Þingeyjarsýslum. Vélin var komin á svæðið við Þeystareyki norður af Mývatni um klukkan tvö í dag og aðstoðar bændur og björgunarfólk að leita að sauðfé á svæðinu út frá leiðbeiningum frá almannavarnayfirvöldum.

Neftóbaksdósin mun kosta allt að 1900 krónum

Viðbúið er að verð á 50 gr. neftóbaksdós muni hækka upp í 1700-1900 krónur ef fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt óbreytt. Gert er ráð fyrir að skattlagning á neftóbak tvöfaldist.

Sjá næstu 50 fréttir