Innlent

Blóðið spýttist á lögreglumenn eftir líkamsárás í miðbænum

Um hálftólf í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Þar voru fimm aðilar að berja á tveimur. Annar þeirra var sleginn í höfuðið með glasi þannig að slagæð rofnaði og spýttist blóð á lögreglumennina sem voru að reyna að aðstoða hann. Mennirnir voru báðir fluttir á slysadeild en árásarmanna er leitað.

Seint í nótt var síðan tilkynnt um líkamsárás í miðbænum en fórnarlambið reyndist ekki mikið slasað. Árásarmaðurinn var handtekinn.

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Rétt fyrir kvöldmat var lögregla kölluð að verslun þar sem starfsmaður átti í átökum við búðarþjóf. Maðurinn var í annarlegu ástandi og gisti hann fangageymslu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×