Innlent

Amfetamínverksmiðja í bílskúr í Reykjavík

Amfetamínverksmiðja var gerð upptæk í bílskúr í Vogahverfinu í Reykjavík í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn vegna málsins.

Þegar fréttastofa hafði samband við lögreglu í kvöld varðist hún allra frétta af málinu. En samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan verið við störf á svæðinu í allt kvöld.

Nú skömmu fyrir klukkan hálf ellefu barst fréttatilkynning þess efnis að lagt hafi verið hald á tæki og tól sem og efni til að framleiða amfetamín. Nú er unnið að því að með aðstoð sérfræðinga frá Háskóla Íslands og slökkviliðinu að fjarlægja búnaðinn.

Aðgerð lögreglunnar og slökkviliðsins voru nokkuð umfangsmiklar og er málið á afar viðkvæmu stigi. Lögreglan varðist allra fregna af málinu þegar fréttastofa hafði samband í kvöld. Einu svörin voru þau

„Engin sprengihætta er samfara þeim aðgerðum lögreglu sem nú standa yfir. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu," segir í tilkynningu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×