Fleiri fréttir Jarðskjálfti á Suðurlandi Jarðskjálfti upp á tvo komma fimm varð á Suðurlandi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Upptök hans voru um þrjá kílómetra norðaustur af Hveragerði og fanst hann vel í bænum og víðar í Ölfusi. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu og eru þetta eftirskjálftar eftir Suðurlandsskjálftann í vor, að sögn jarðvísindamanna Veðurstofunnar. 21.8.2008 08:27 Innbrotsþjófar gómaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt þrjá unga karlmenn, grunaða um innbort í tvo skóla í borginni í nótt. Þeir voru handteknir í tengslum við innbrot í annan skólann og bíða nú yfirheyrslu. Þá voru þrír aðrir ölvaðir menn handteknir, grunaðir um sitthvað misjafnt og ein kona var handtekin vegna aðildar að innbroti. Alls gistu tíu manns fangaklefa lögreglunnar í nótt, sem er óvenju mikið í miðri viku. 21.8.2008 07:22 Ráðist á leigubílstjóra í nótt Leigubílstjóri var barinn og rændur í efri byggðum Reykjavíkur í nótt, en hann meiddist ekki alvarlega. Þegar hann hafði ekið konu á áfangastað hennar, sagðist hún ekki eiga fyrir farinu og bað bílstjórann að koma út með sér að sækja peninga. 21.8.2008 07:19 Geir veldur Valgerði vonbrigðum Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, gerir viðtal Markaðarins í dag við Geir H. Haarde forsætisráðherra að umfjöllunarefni í nýjum pistli á heimasíðu sinni. 20.8.2008 22:30 Banaslys í Hellisheiðarvirkjun - Tveir látnir Lögregla og sjúkralið frá Selfossi og Reykjavík voru kölluð að Hellisheiðarvirkjun upp úr kl. 19:00 í kvöld vegna alvarlegs vinnuslyss. Lögreglumenn eru ennþá við vinnu á vettvangi en tveir erlendir starfsmenn verktakafyrirtækis létust í slysinu. 20.8.2008 20:17 Vongóður þrátt fyrir að 200 starfsmenn vanti Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður ÍTR, er vongóður um að það takist að ráða starfsmenn á frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Enn vantar 200 starfsmenn á frístundarheimilin sem taka til starfa í næstu viku þegar skólar hefjast. 20.8.2008 21:34 Guðjón Arnar verður að svara fyrir Ólaf Formaður Frjálslynda flokksins verður að gera afdráttarlaust grein fyrir því hvort að Ólafur F. Magnússon muni leiða flokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum líkt og Ólafur heldur fram, að sögn Jóns Magnússonar þingmanns flokksins. 20.8.2008 20:57 Aðgangur Rúv að auglýsingamarkaði takmarkaður Til stendur að takmarka aðgang Ríkisútvarpsins að auglýsingamarkaðnum. Menntamálaráðherra vonast til að geta kynnt ríkisstjórninni hugmyndir þess efnis í vetur. 20.8.2008 19:30 Umsóknum um lán fjölgar hjá LÍN Umsóknum um námslán hjá LÍN hefur fjölgað verulega miðað við sama tíma í fyrra. Fjórðungi fleiri umsóknir hafa borist vegna náms í Háskóla íslands. 20.8.2008 19:12 Búið að skoða þriðjung húsa vegna jarðskjálfta Viðlagatrygging hefur lokið við að skoða um þriðjung af tvö þúsund og tvö hundruð húseignum sem tilkynnt var um tjón á vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi í lok maí og hefur greitt út 1,4 milljarða í bætur. Um þrjátíu húseignir hafa verið dæmdar ónýtar, þar af fjórtán á Selfossi. 20.8.2008 18:58 ,,Ótrúlegt að það skuli vera fólk á lífi" Rögnvaldur Hólmar Jónsson, flugvirki sem starfar sem verktaki fyrir Icelandair, var á flugvellinum í Madríd þegar flugvél Spainair brotlenti þar í dag. Hann segir að það sé ótrúlegt að einhver skuli vera álífi eftir slysið. 20.8.2008 17:53 Tvö hundruð starfsmenn vantar á frístundaheimili borgarinnar Enn vantar 200 starfsmenn á frístundarheimili Reykjavíkurborgar sem taka til starfa í næstu viku þegar skólar hefjast. 20.8.2008 17:03 Á brattann að sækja fyrir Ísland Norðmenn ætla að leggja allan sinn þunga að baki framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nú á lokasprettinum. Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs segir á brattann að sækja, en er vongóður. 20.8.2008 20:01 Alvarlegt slys í Hellisheiðarvirkjun Alvarlegt slys varð í Hellisheiðarvirkjun fyrir stundu. Allt tiltækt lið lögreglu- og sjúkramanna á Selfossi var sent á staðinn ásamt liðsauka úr Reykjavík. Ekki er vitað hversu margir eru slasaðir en nokkrir munu vera alvarlega slasaðir og þar af einn lífshættulega. Jarðskjálfti að stærðinni 2,5 varð klukkan rúmlega hálf sjö í kvöld á svæðinu. Ekki er vitað hvort að sjálftin tengist sslysinu. Nánari upplýsingar fengust ekki að svo stöddu. 20.8.2008 19:32 Jarðskjálfti norðaustan við Hvergerði Í kvöld klukkan 18:38 varð jarðskjálfti að stærð 2,5 með upptök um 3 kílómetra norðaustan við Hveragerði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20.8.2008 19:23 Stólahrókeringar við Ráðhús til þess að mótmæla nýjum meirihluta Ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar og Vinstri - gærnna hyggjast bjóða upp á stólahrókeringar við Ráðhúsið í fyrramálið klukkan hálftíu, áður en aukaborgarstjórnarfundur, þar sem nýr meirihluti tekur við, hefst. 20.8.2008 16:50 Þrír slösuðust í árekstri í Grímsnesi Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur jeppa og fólksbíls við Borg í Grímsnesi. 20.8.2008 16:30 Kona datt í Breiðholti Kona á fimmtugsaldri datt illa í Breiðholti eftir hádegi í gær og var óttast að hún hefði fótbrotnað en henni var snarlega komið undir læknishendur. Um kvöldmatarleytið skarst kona á fertugsaldri illa á hendi. Hún var að stússa í eldhúsi í íbúð í miðborginni þegar óhappið varð og þurfti konan sömuleiðis að leita til læknis. 20.8.2008 16:21 Borgarstarfsmönnum boðið í enn einn starfslokamorgunverð borgarstjóra Öllum starfsmönnum Reykjavíkurborgar verður á morgun boðið í sérstakan morgunmat í tilefni af starfslokum Ólafs F. Magnússonar sem borgarstjóri. Langar borgarstjóra með þessu að þakka fyrir ánægjulegt samstarf. 20.8.2008 16:05 Tryggja þarf RÚV tekjur ef stöðu á auglýsingamarkaði verður breytt Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að ef breyta eigi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði hljóti að verða skoðað hvernig tryggja skuli félaginu tekjur til að sinna áfram hlutverki sínu sem almannaþjónustuútvarp. 20.8.2008 15:58 Reykjavíkurborg tekur tímabundið yfir lán Valsmanna Reykjavíkurborg, Valsmenn hf. og Knattspyrnufélagið Valur skrifuðu í dag undir samkomulag vegna uppbyggingar á íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda og breytinga á deiliskipulagi svæðisins. Kemur þar Reykjavíkurborg til móts við Valsmenn hf. og Knattspyrnufélagið Val vegna fjárhags-, rekstrar- og skipulagsvanda sem komið hefur upp vegna endurskoðunar á skipulagi fyrirhugaðrar framtíðaruppbyggingar á svæðinu, meðal annars uppbyggingu HR og Samgöngumiðstöðvar. 20.8.2008 15:46 Ellefu ára piltar teknir með loftbyssur Lögreglan haldlagði tvær loftbyssur í Reykjavík í gær. Loftbyssurnar voru í fórum tveggja 11 ára stráka sem viðurkenndu að hafa beint þeim að öðrum krökkum. 20.8.2008 15:39 Samtök um nýtingu orkuauðlinda í bígerð Vísir hefur heimildir fyrir því að unnið sé að stofnun samtaka sem ætli sér að að skora á kjörna fulltrúa þjóðarinnar til að nýta orkuauðlindir landsins, svo nýta megi orkuna á sem bestan hátt fyrir land og þjóð. 20.8.2008 15:35 Þarf að hreinsa veggjakrot í hálft ár Veggjakrotari, sem gripinn var við iðju sína við fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu í gær, mun mála yfir allt veggjakrot sem kemur á umrædda fasteign næsta hálfa árið samkvæmt samkomulagi. 20.8.2008 15:32 Nærri 5700 skráðir til leiks í Reykjavíkurmaraþon Tæplega 5700 manns hafa skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþon Glitnis sem fram fer á laugardag. 20.8.2008 15:01 Framsókn og Sjálfstæðisflokkur safna liði á palla Ráðhússins Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hvetja félagsmenn sína til þess að fjölmenna á palla Ráðhússins í fyrramálið þar sem von sé á skipulögðum aðgerðum af hálfu minnihlutaflokkanna í borgarstjórn. 20.8.2008 14:31 Jón Ásgeir og Hannes fóru ekki með í Miðfjarðará Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs og FL Group, og Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group og þáveradndi stjórnarfromaður Gesysi Green Eneergy, voru ekki í veiðiferðinni í Miðfjarðará sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Þetta staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson í samtali við Vísi í dag. 20.8.2008 14:29 Jón líklegur sem stjórnarformaður OR Óskar Bergsson borgarfulltrúi framsóknarmanna hefur kynnt sjálfstæðismönnum þá hugmynd að Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verði formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. 20.8.2008 13:58 Minni ásókn í gæsaveiðilendur Auðmenn og stórfyrirtæki leigja nú heldur færri veiðilendur til að stunda gæsaskytterí en undanfarin ár. Veiðitíminn hófst í morgun. 20.8.2008 13:51 Synjun lögreglu vísað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál Vísir.is hefur beðið úrskurðarnefnd um upplýsingamál að fjalla um synjun Lögreglustjórans á Höfuðborgasvæðinu á beiðni Vísis um að fá upplýsingar um hversu mörg mál embættið hefur látið niður falla á þessu ári. 20.8.2008 13:39 Niðurstöður í samkeppni um hönnun íslenskuhúss kynntar á morgun Það kemur í ljós á morgun hvaða tillaga ber sigur úr býtum í samkeppni um hönnun húss fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 20.8.2008 13:38 Handboltaæði að grípa um sig Sannkallað handboltaæði ríkir á Íslandi eftir að Íslendingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna. 20.8.2008 13:17 Sakar Hönnu Birnu um að fara með ósannindi Ólafur F. Magnússon borgarstjóri sakar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, verðandi borgarstjóra, um ósannindi í tengslum við umræðu um fjármál borgarinnar. 20.8.2008 13:05 Þriggja daga veiði í Miðfjarðará kostar hálfa milljón Miðfjarðará við Laugabakka er um 200 km frá Reykjavík en hún er 113 km löng með yfir tvö hundruð merktum veiðistöðum. Áin er af mörgum talin fallegust áa hér á landi en veiðisvæðið samanstendur af fjórum ám. Dagurinn í Miðfjarðará kostar um 150 þúsund krónur með gistingu í glæsilegu veiðihúsi og fæði. 20.8.2008 12:56 Vissi ekki að Baugur var með Miðfjarðará á leigu Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segist ekki hafa haft hugmynd um að Baugur hafi verið með Miðfjarðará á leigu þegar hann fór þangað í laxveiði í ágúst í fyrra. „Ég hef aldrei farið í boði neins fyrirtækis í veiði, aldrei,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi. Hann segir að Haukur Leósson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafi boðið sér í ferðina. „Ég gerði síðan upp við Hauk,“ segir Guðlaugur Þór. 20.8.2008 12:41 Pósthússtræti lokað vegna blíðviðris Pósthússtræti er lokað í dag fyrir bílaumferð vegna veðurblíðu. Lokun götunnar á góðviðrisdögum í sumar hefur mælst vel fyrir hjá veitingahúsaeigendum og gestum sem njóta veitinga utandyra. Lokunin dregur úr hljóðmengun á Austurvelli og mengun vegna útblásturs bifreiða. 20.8.2008 12:14 Bensínið lækkar um krónu Í morgun lækkuðu olíufélögin hjá sér verð á bensíni og díselolíu. Nú kostar bensínið 164,10 og dísel olían er á 179,90 krónur. 20.8.2008 12:10 Stórlaxar veiddu í boði Baugs við upphaf REI máls Skömmu áður en vinna við fyrirhugaðan samruna Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysi Green Energy (GGE) hófst fóru helstu áhrifamenn Orkuveitu Reykjavíkur ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra í laxveiði í boði Baugs. 20.8.2008 11:32 Ekkert spurst til týndrar dóttur Helen Halldórsdóttir leitar enn fimmtán ára gamallar dóttur sinnar sem hún hefur ekki séð síðan á föstudag. Vísir sagði frá leit Helenar á mánudaginn en ekkert hefur frést til stúlkunnar sem heitir Sara Dögg. Hún er ljóshærð, um 155 sm á hæð og var klædd í gráa hettupeysu, ljósar gallabuxur og ljósbrún loðstígvél. 20.8.2008 11:14 Framsóknarkonur styðja Óskar Framsóknarkonur í Reykjavík styðja Óskar Bergsson í því meirihlutasamstarfi sem nú er hafið í Reykjavík. Í yfirlýsingu frá stjórn félags framsóknarkvenna er eindregnum stuðningi lýst við Óskar. 20.8.2008 10:16 Forsetahjónin sáu Íslendinga leggja Pólverja Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í nótt að íslenskum tíma til Beijing til að vera viðstödd lokadaga og lokaathöfn Ólympíuleikanna. 20.8.2008 10:12 Formaður Rauða krossins í Palestínu Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri félagsins eru nú stödd í Ramallah í Palestínu til að kynna sér samstarfsverkefni Rauða krossins og Rauða hálfmánans. 20.8.2008 08:57 Sautján ára stúlka í dópakstri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt sautján ára stúlku, sem reyndist hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Hún var með farþega í bílnum. Hætt er við að hún missi nú nýfengið ökuskírteinið. 20.8.2008 07:11 Kveikt í bíl í Keflavík Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt mann, sem er grunaður um að hafa brotið rúðu í fólksbíl við fjölbýlishús við Vatnsholt í Reykjanesbæ um klukkan hálf tíu í gærkvöldi, hellt inn í hann bensíni og kveikt í. 20.8.2008 07:09 Eldur í dekkjastæðu á Selfossi Mikilll eldur gaus upp í stórri dekkjastæðu á athafnasvæði Gámaþjónustu Suðurlands á Selfossi í nótt. Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálf þrjú og var mikið eldhaf á vettvangi þegar liðið kom þangað. 20.8.2008 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Jarðskjálfti á Suðurlandi Jarðskjálfti upp á tvo komma fimm varð á Suðurlandi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Upptök hans voru um þrjá kílómetra norðaustur af Hveragerði og fanst hann vel í bænum og víðar í Ölfusi. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu og eru þetta eftirskjálftar eftir Suðurlandsskjálftann í vor, að sögn jarðvísindamanna Veðurstofunnar. 21.8.2008 08:27
Innbrotsþjófar gómaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt þrjá unga karlmenn, grunaða um innbort í tvo skóla í borginni í nótt. Þeir voru handteknir í tengslum við innbrot í annan skólann og bíða nú yfirheyrslu. Þá voru þrír aðrir ölvaðir menn handteknir, grunaðir um sitthvað misjafnt og ein kona var handtekin vegna aðildar að innbroti. Alls gistu tíu manns fangaklefa lögreglunnar í nótt, sem er óvenju mikið í miðri viku. 21.8.2008 07:22
Ráðist á leigubílstjóra í nótt Leigubílstjóri var barinn og rændur í efri byggðum Reykjavíkur í nótt, en hann meiddist ekki alvarlega. Þegar hann hafði ekið konu á áfangastað hennar, sagðist hún ekki eiga fyrir farinu og bað bílstjórann að koma út með sér að sækja peninga. 21.8.2008 07:19
Geir veldur Valgerði vonbrigðum Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, gerir viðtal Markaðarins í dag við Geir H. Haarde forsætisráðherra að umfjöllunarefni í nýjum pistli á heimasíðu sinni. 20.8.2008 22:30
Banaslys í Hellisheiðarvirkjun - Tveir látnir Lögregla og sjúkralið frá Selfossi og Reykjavík voru kölluð að Hellisheiðarvirkjun upp úr kl. 19:00 í kvöld vegna alvarlegs vinnuslyss. Lögreglumenn eru ennþá við vinnu á vettvangi en tveir erlendir starfsmenn verktakafyrirtækis létust í slysinu. 20.8.2008 20:17
Vongóður þrátt fyrir að 200 starfsmenn vanti Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður ÍTR, er vongóður um að það takist að ráða starfsmenn á frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Enn vantar 200 starfsmenn á frístundarheimilin sem taka til starfa í næstu viku þegar skólar hefjast. 20.8.2008 21:34
Guðjón Arnar verður að svara fyrir Ólaf Formaður Frjálslynda flokksins verður að gera afdráttarlaust grein fyrir því hvort að Ólafur F. Magnússon muni leiða flokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum líkt og Ólafur heldur fram, að sögn Jóns Magnússonar þingmanns flokksins. 20.8.2008 20:57
Aðgangur Rúv að auglýsingamarkaði takmarkaður Til stendur að takmarka aðgang Ríkisútvarpsins að auglýsingamarkaðnum. Menntamálaráðherra vonast til að geta kynnt ríkisstjórninni hugmyndir þess efnis í vetur. 20.8.2008 19:30
Umsóknum um lán fjölgar hjá LÍN Umsóknum um námslán hjá LÍN hefur fjölgað verulega miðað við sama tíma í fyrra. Fjórðungi fleiri umsóknir hafa borist vegna náms í Háskóla íslands. 20.8.2008 19:12
Búið að skoða þriðjung húsa vegna jarðskjálfta Viðlagatrygging hefur lokið við að skoða um þriðjung af tvö þúsund og tvö hundruð húseignum sem tilkynnt var um tjón á vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi í lok maí og hefur greitt út 1,4 milljarða í bætur. Um þrjátíu húseignir hafa verið dæmdar ónýtar, þar af fjórtán á Selfossi. 20.8.2008 18:58
,,Ótrúlegt að það skuli vera fólk á lífi" Rögnvaldur Hólmar Jónsson, flugvirki sem starfar sem verktaki fyrir Icelandair, var á flugvellinum í Madríd þegar flugvél Spainair brotlenti þar í dag. Hann segir að það sé ótrúlegt að einhver skuli vera álífi eftir slysið. 20.8.2008 17:53
Tvö hundruð starfsmenn vantar á frístundaheimili borgarinnar Enn vantar 200 starfsmenn á frístundarheimili Reykjavíkurborgar sem taka til starfa í næstu viku þegar skólar hefjast. 20.8.2008 17:03
Á brattann að sækja fyrir Ísland Norðmenn ætla að leggja allan sinn þunga að baki framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nú á lokasprettinum. Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs segir á brattann að sækja, en er vongóður. 20.8.2008 20:01
Alvarlegt slys í Hellisheiðarvirkjun Alvarlegt slys varð í Hellisheiðarvirkjun fyrir stundu. Allt tiltækt lið lögreglu- og sjúkramanna á Selfossi var sent á staðinn ásamt liðsauka úr Reykjavík. Ekki er vitað hversu margir eru slasaðir en nokkrir munu vera alvarlega slasaðir og þar af einn lífshættulega. Jarðskjálfti að stærðinni 2,5 varð klukkan rúmlega hálf sjö í kvöld á svæðinu. Ekki er vitað hvort að sjálftin tengist sslysinu. Nánari upplýsingar fengust ekki að svo stöddu. 20.8.2008 19:32
Jarðskjálfti norðaustan við Hvergerði Í kvöld klukkan 18:38 varð jarðskjálfti að stærð 2,5 með upptök um 3 kílómetra norðaustan við Hveragerði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20.8.2008 19:23
Stólahrókeringar við Ráðhús til þess að mótmæla nýjum meirihluta Ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar og Vinstri - gærnna hyggjast bjóða upp á stólahrókeringar við Ráðhúsið í fyrramálið klukkan hálftíu, áður en aukaborgarstjórnarfundur, þar sem nýr meirihluti tekur við, hefst. 20.8.2008 16:50
Þrír slösuðust í árekstri í Grímsnesi Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur jeppa og fólksbíls við Borg í Grímsnesi. 20.8.2008 16:30
Kona datt í Breiðholti Kona á fimmtugsaldri datt illa í Breiðholti eftir hádegi í gær og var óttast að hún hefði fótbrotnað en henni var snarlega komið undir læknishendur. Um kvöldmatarleytið skarst kona á fertugsaldri illa á hendi. Hún var að stússa í eldhúsi í íbúð í miðborginni þegar óhappið varð og þurfti konan sömuleiðis að leita til læknis. 20.8.2008 16:21
Borgarstarfsmönnum boðið í enn einn starfslokamorgunverð borgarstjóra Öllum starfsmönnum Reykjavíkurborgar verður á morgun boðið í sérstakan morgunmat í tilefni af starfslokum Ólafs F. Magnússonar sem borgarstjóri. Langar borgarstjóra með þessu að þakka fyrir ánægjulegt samstarf. 20.8.2008 16:05
Tryggja þarf RÚV tekjur ef stöðu á auglýsingamarkaði verður breytt Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að ef breyta eigi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði hljóti að verða skoðað hvernig tryggja skuli félaginu tekjur til að sinna áfram hlutverki sínu sem almannaþjónustuútvarp. 20.8.2008 15:58
Reykjavíkurborg tekur tímabundið yfir lán Valsmanna Reykjavíkurborg, Valsmenn hf. og Knattspyrnufélagið Valur skrifuðu í dag undir samkomulag vegna uppbyggingar á íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda og breytinga á deiliskipulagi svæðisins. Kemur þar Reykjavíkurborg til móts við Valsmenn hf. og Knattspyrnufélagið Val vegna fjárhags-, rekstrar- og skipulagsvanda sem komið hefur upp vegna endurskoðunar á skipulagi fyrirhugaðrar framtíðaruppbyggingar á svæðinu, meðal annars uppbyggingu HR og Samgöngumiðstöðvar. 20.8.2008 15:46
Ellefu ára piltar teknir með loftbyssur Lögreglan haldlagði tvær loftbyssur í Reykjavík í gær. Loftbyssurnar voru í fórum tveggja 11 ára stráka sem viðurkenndu að hafa beint þeim að öðrum krökkum. 20.8.2008 15:39
Samtök um nýtingu orkuauðlinda í bígerð Vísir hefur heimildir fyrir því að unnið sé að stofnun samtaka sem ætli sér að að skora á kjörna fulltrúa þjóðarinnar til að nýta orkuauðlindir landsins, svo nýta megi orkuna á sem bestan hátt fyrir land og þjóð. 20.8.2008 15:35
Þarf að hreinsa veggjakrot í hálft ár Veggjakrotari, sem gripinn var við iðju sína við fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu í gær, mun mála yfir allt veggjakrot sem kemur á umrædda fasteign næsta hálfa árið samkvæmt samkomulagi. 20.8.2008 15:32
Nærri 5700 skráðir til leiks í Reykjavíkurmaraþon Tæplega 5700 manns hafa skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþon Glitnis sem fram fer á laugardag. 20.8.2008 15:01
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur safna liði á palla Ráðhússins Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hvetja félagsmenn sína til þess að fjölmenna á palla Ráðhússins í fyrramálið þar sem von sé á skipulögðum aðgerðum af hálfu minnihlutaflokkanna í borgarstjórn. 20.8.2008 14:31
Jón Ásgeir og Hannes fóru ekki með í Miðfjarðará Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs og FL Group, og Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group og þáveradndi stjórnarfromaður Gesysi Green Eneergy, voru ekki í veiðiferðinni í Miðfjarðará sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Þetta staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson í samtali við Vísi í dag. 20.8.2008 14:29
Jón líklegur sem stjórnarformaður OR Óskar Bergsson borgarfulltrúi framsóknarmanna hefur kynnt sjálfstæðismönnum þá hugmynd að Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verði formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. 20.8.2008 13:58
Minni ásókn í gæsaveiðilendur Auðmenn og stórfyrirtæki leigja nú heldur færri veiðilendur til að stunda gæsaskytterí en undanfarin ár. Veiðitíminn hófst í morgun. 20.8.2008 13:51
Synjun lögreglu vísað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál Vísir.is hefur beðið úrskurðarnefnd um upplýsingamál að fjalla um synjun Lögreglustjórans á Höfuðborgasvæðinu á beiðni Vísis um að fá upplýsingar um hversu mörg mál embættið hefur látið niður falla á þessu ári. 20.8.2008 13:39
Niðurstöður í samkeppni um hönnun íslenskuhúss kynntar á morgun Það kemur í ljós á morgun hvaða tillaga ber sigur úr býtum í samkeppni um hönnun húss fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 20.8.2008 13:38
Handboltaæði að grípa um sig Sannkallað handboltaæði ríkir á Íslandi eftir að Íslendingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna. 20.8.2008 13:17
Sakar Hönnu Birnu um að fara með ósannindi Ólafur F. Magnússon borgarstjóri sakar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, verðandi borgarstjóra, um ósannindi í tengslum við umræðu um fjármál borgarinnar. 20.8.2008 13:05
Þriggja daga veiði í Miðfjarðará kostar hálfa milljón Miðfjarðará við Laugabakka er um 200 km frá Reykjavík en hún er 113 km löng með yfir tvö hundruð merktum veiðistöðum. Áin er af mörgum talin fallegust áa hér á landi en veiðisvæðið samanstendur af fjórum ám. Dagurinn í Miðfjarðará kostar um 150 þúsund krónur með gistingu í glæsilegu veiðihúsi og fæði. 20.8.2008 12:56
Vissi ekki að Baugur var með Miðfjarðará á leigu Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segist ekki hafa haft hugmynd um að Baugur hafi verið með Miðfjarðará á leigu þegar hann fór þangað í laxveiði í ágúst í fyrra. „Ég hef aldrei farið í boði neins fyrirtækis í veiði, aldrei,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi. Hann segir að Haukur Leósson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafi boðið sér í ferðina. „Ég gerði síðan upp við Hauk,“ segir Guðlaugur Þór. 20.8.2008 12:41
Pósthússtræti lokað vegna blíðviðris Pósthússtræti er lokað í dag fyrir bílaumferð vegna veðurblíðu. Lokun götunnar á góðviðrisdögum í sumar hefur mælst vel fyrir hjá veitingahúsaeigendum og gestum sem njóta veitinga utandyra. Lokunin dregur úr hljóðmengun á Austurvelli og mengun vegna útblásturs bifreiða. 20.8.2008 12:14
Bensínið lækkar um krónu Í morgun lækkuðu olíufélögin hjá sér verð á bensíni og díselolíu. Nú kostar bensínið 164,10 og dísel olían er á 179,90 krónur. 20.8.2008 12:10
Stórlaxar veiddu í boði Baugs við upphaf REI máls Skömmu áður en vinna við fyrirhugaðan samruna Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysi Green Energy (GGE) hófst fóru helstu áhrifamenn Orkuveitu Reykjavíkur ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra í laxveiði í boði Baugs. 20.8.2008 11:32
Ekkert spurst til týndrar dóttur Helen Halldórsdóttir leitar enn fimmtán ára gamallar dóttur sinnar sem hún hefur ekki séð síðan á föstudag. Vísir sagði frá leit Helenar á mánudaginn en ekkert hefur frést til stúlkunnar sem heitir Sara Dögg. Hún er ljóshærð, um 155 sm á hæð og var klædd í gráa hettupeysu, ljósar gallabuxur og ljósbrún loðstígvél. 20.8.2008 11:14
Framsóknarkonur styðja Óskar Framsóknarkonur í Reykjavík styðja Óskar Bergsson í því meirihlutasamstarfi sem nú er hafið í Reykjavík. Í yfirlýsingu frá stjórn félags framsóknarkvenna er eindregnum stuðningi lýst við Óskar. 20.8.2008 10:16
Forsetahjónin sáu Íslendinga leggja Pólverja Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í nótt að íslenskum tíma til Beijing til að vera viðstödd lokadaga og lokaathöfn Ólympíuleikanna. 20.8.2008 10:12
Formaður Rauða krossins í Palestínu Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri félagsins eru nú stödd í Ramallah í Palestínu til að kynna sér samstarfsverkefni Rauða krossins og Rauða hálfmánans. 20.8.2008 08:57
Sautján ára stúlka í dópakstri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt sautján ára stúlku, sem reyndist hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Hún var með farþega í bílnum. Hætt er við að hún missi nú nýfengið ökuskírteinið. 20.8.2008 07:11
Kveikt í bíl í Keflavík Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt mann, sem er grunaður um að hafa brotið rúðu í fólksbíl við fjölbýlishús við Vatnsholt í Reykjanesbæ um klukkan hálf tíu í gærkvöldi, hellt inn í hann bensíni og kveikt í. 20.8.2008 07:09
Eldur í dekkjastæðu á Selfossi Mikilll eldur gaus upp í stórri dekkjastæðu á athafnasvæði Gámaþjónustu Suðurlands á Selfossi í nótt. Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálf þrjú og var mikið eldhaf á vettvangi þegar liðið kom þangað. 20.8.2008 07:00