Innlent

Ráðist á leigubílstjóra í nótt

Mynd/Stefán

Leigubílstjóri var barinn og rændur í efri byggðum Reykjavíkur í nótt, en hann meiddist ekki alvarlega. Þegar hann hafði ekið konu á áfangastað hennar, sagðist hún ekki eiga fyrir farinu og bað bílstjórann að koma út með sér að sækja peninga.

Þá undu sér að honum tveir karlmenn og rændu hann. Ákveðin kona liggur undir grun um að vera aðilli málsins og er hennar nú leitað. Ekki er hinsvegar vitað hverjir karlmennirnir eru, en talið er að konan hafi verið í vitorði við þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×