Innlent

Þrír slösuðust í árekstri í Grímsnesi

Frá Grímsnesi.
Frá Grímsnesi. MYND/GVA

Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur jeppa og fólksbíls við Borg í Grímsnesi.

Slysið varð á mótum Sólheimavegar og Biskupstungnabrautar um tvöleytið í dag og var áreksturinn allharður. Valt jeppinn þegar fólksbíllinn hafnaði við afturenda hans. Þremenningarnir reyndust ekki alvarlega slasaðir en ljóst þykir að báðir bílarnir eru ónýtir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×