Innlent

Tryggja þarf RÚV tekjur ef stöðu á auglýsingamarkaði verður breytt

MYND/GVA

Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að ef breyta eigi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði hljóti að verða skoðað hvernig tryggja skuli félaginu tekjur til að sinna áfram hlutverki sínu sem almannaþjónustuútvarp.

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir í samtali við Markaðinn í dag að menntamálaráðherra hafi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði til skoðunar og að unnið sé að ákveðnum hugmyndum þar um. Ekki sé þó tímabært að tjá sig um þær.

Páll Magnússon útvarpsstjóri segist ekki hafa séð hugmyndir ráðherra og aðeins lesið það sem eftir ráðherra hafi verið haft í fjölmiðlum. Hann segir að ef breyta eigi stöðu félagsins á umræddum markaði hljóti menn að skoða hvernig tryggja eigi að Ríkisútvarpið sinni hlutverki sínu. „En ef tekin er pólitísk ákvörðun um annað þá þarf að endurskoða hlutverk Ríkisútvarpsins og þá þarf að skoða þjónustusamninginn við ríkið," segir Páll en ítrekar að hann eigi eftir að sjá hugmyndir ráðamanna í þessum efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×