Innlent

Jón líklegur sem stjórnarformaður OR

Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson

Óskar Bergsson borgarfulltrúi framsóknarmanna hefur kynnt sjálfstæðismönnum þá hugmynd að Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verði formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.

Þetta hefur Vísir eftir heimildum sínum úr röðum sjálfstæðismanna. Þær herma einnig að sjálfstæðismönnum lítist ekki illa á hugmyndina enda telja þeir ófært að Óskar geti sinnt starfinu ásamt öðrum verkefnum sínum á sviði borgarmála.

Jón Sigurðsson vildi lítið um málið segja þegar Vísir hafði samband við hann vegna málsins. Hann sagðist hafa rætt við Óskar en ekki sérstaklega um stjórnarformennsku í Orkuveitunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×