Innlent

Þriggja daga veiði í Miðfjarðará kostar hálfa milljón

Hlíðarfoss í Vesturá.
Hlíðarfoss í Vesturá. MYND/ Heimasíða Lax-á

Miðfjarðará við Laugabakka er um 200 km frá Reykjavík en hún er 113 km löng með yfir tvö hundruð merktum veiðistöðum. Áin er af mörgum talin fallegust áa hér á landi en veiðisvæðið samanstendur af fjórum ám. Dagurinn í Miðfjarðará kostar um 150 þúsund krónur með gistingu í glæsilegu veiðihúsi og fæði.

Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Lax-á sem er umsjónaraðili árinnar á hún marga fastakúnna sem geta ekki hugsað sér eitt sumar án Miðfjarðarár. Áin samanstendur af fjórum ám; Miðfjarðará, Austurá, Vesturá og Núpsá.

Guðlaugur Þór, Vilhjálmur Þ., Björn Ingi, Haukur Leósson, Stefán H. Hilmarsson og fleiri voru í ánni þann 11.-14.ágúst í fyrra en á því tímabili má einungis veiða á flugu.

Björn Ingi og Vilhjálmur Þ. segja báðir að Haukur Leósson hafi boðið sér í túrinn en Guðlaugur Þór segist hafa gert upp við Hauk síðar. Miðað við kostnaðinn við þriggja daga veiði í ánni mun Haukur Leósson því hafa greitt um tvær milljónir fyrir vini sína, en fengið um hálfa milljón greidda tilbaka frá heilbrigðisráðherra.

10 stangir eru leyfðar á fimm veiðisvæðum í ánni í einu. Samkvæmt upplýsingum Vísis voru allar stangirnar skráðar á Baug.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×