Innlent

Minni ásókn í gæsaveiðilendur

Auðmenn og stórfyrirtæki leigja nú heldur færri veiðilendur til að stunda gæsaskytterí en undanfarin ár. Veiðitíminn hófst í morgun.

Það virðist því vera að kreppan segi til sín á þessu sviði sem öðrum og kunnugir telja að enn muni draga úr svona leigusamningum á nætu árum. Fyrirtæki og auðmenn hafa leigt ákjósanlegar veiðilendur til afnota allt veiðitímabilið sem getur staðið fram undir áramót þannig að margir vanir veiðimenn, sem þar hafa veitt ár eftir ár, hafa orðið að leita annað.

Talið er að um þrjú þúsund manns stundi gæsaveiðar á hverju hausti og er heildarveiðin að jafnaði um hundrað þúsund gæsir. Fjórar tegundir eru mest skotnar eða grágæs og heiðargæs, sem verpa á Íslandi, og eru óvenju margir fuglar í báðum þeim stofnum í ár.

Þá er nokkuð veitt af helsingja, sem verpir á Grænlandi og þar verpir líka blesgæsin en sá stofn virðist vera á undanhaldi þótt skotmenn hafi hlíft honum eftir föngum síðastliðin haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×