Innlent

Aðgangur Rúv að auglýsingamarkaði takmarkaður

Til stendur að takmarka aðgang Ríkisútvarpsins að auglýsingamarkaðnum. Menntamálaráðherra vonast til að geta kynnt ríkisstjórninni hugmyndir þess efnis í vetur.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir í viðtali við Markaðinn í dag að aðkoma Ríkisútvarpsins að auglýsingamarkaðnum hafi verið til skoðunar í menntamálaráðuneytinu um nokkurn tíma. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir að enn sem komið er sé ekkert fast í hendi hvað varðar þátttöku RÚV á þessum markaði, en vonast til að geta kynnt ríkisstjórninni hugmyndir sínar í vetur. En stendur til að afnema þátttöku RÚV að markaðnum eða er um takmarkanir að ræða?

Erfiðar aðstæður í efnahagslífinu hafa bitnað a einkareknum fjölmiðlum líkt og öðrum fyrirtækjum og því hefur verið kallað eftir því að stjórnvöld takmarki aðgang ríkisfjölmiðla að auglýsingamarkaðinum til að jafna samkeppnisstöðu fjölmiðlanna. Ráðherra segir eðlilegt að horfa til þess í ljósi aðstæðna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×