Innlent

Framsóknarkonur styðja Óskar

Óskar Bergsson.
Óskar Bergsson.

Framsóknarkonur í Reykjavík styðja Óskar Bergsson í því meirihlutasamstarfi sem nú er hafið í Reykjavík. Í yfirlýsingu frá stjórn félags framsóknarkvenna er eindregnum stuðningi lýst við Óskar.

„Ábyrgð, festa og samstarfshæfni hafa ætíð einkennt störf framsóknarmanna og þess vegna er ítrekað leitað til þeirra þegar erfiðleikar steðja að í samfélaginu," segir í tilkynningunni. Þá er Óskari óskað velfarnaðar í starfi og því lofað að félagið muni standa þétt að baki honum við að „koma á stöðugleika í stjórn borgarinnar í þágu borgarbúa allra."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×