Innlent

Niðurstöður í samkeppni um hönnun íslenskuhúss kynntar á morgun

Hið nýja hús rís á svæði Háskóla Íslands.
Hið nýja hús rís á svæði Háskóla Íslands.

Það kemur í ljós á morgun hvaða tillaga ber sigur úr býtum í samkeppni um hönnun húss fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Nítján tillögur bárust í samkeppnina en hinni nýju byggingu er ætlað að hýsa íslensku handritin, sem Danir skiluðu fyrir um 40 árum, ásamt helstu stofnunum á sviði íslenskra fræða og íslenskuskor Háskóla Íslands. Ríkisstjórnin hefur þegar ákveðið að verja um milljarði af söluandvirði Símans í byggingu hússins en það mun rísa á svæði Háskóla Íslands.

„Innsendar tillögur voru mjög fjölbreyttar og augljóst að höfundar nálguðust viðfangsefnið af miklum metnaði og frumleika. Djarfar og skemmtilegar hugmyndir birtast í mörgum tillögum þó þær hafi ekki hlotið verðlaunasæti eða verið valdar til innkaupa. Á heildina litið telur dómnefnd að niðurstöður samkeppninnar gefi góða mynd af mögulegri uppbyggingu á lóðinni og aðlögun að nærliggjandi byggingum," segir í tilkynningu menntamálaráðuneytisins vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×