Innlent

Borgarstarfsmönnum boðið í enn einn starfslokamorgunverð borgarstjóra

Ólafur F. Magnússon, lætur af starfi borgarstjóra á morgun.
Ólafur F. Magnússon, lætur af starfi borgarstjóra á morgun.

Öllum starfsmönnum Reykjavíkurborgar verður á morgun boðið í sérstakan morgunmat í tilefni af starfslokum Ólafs F. Magnússonar sem borgarstjóri. Langar borgarstjóra með þessu að þakka fyrir ánægjulegt samstarf.

Samkvæmt upplýsingum frá ritara borgarstjóra er hefð fyrir því að borgarstjóri bjóði starfsmönnum til morgunverðar þegar hann stígur frá völdum.

Þetta verður því í þriðja sinna á innan við ári sem borgarstarfsmönnum er boðið í morgunverð í boði fráfarandi borgarstjóra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×