Innlent

Reykjavíkurborg tekur tímabundið yfir lán Valsmanna

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Brynjar Harðarson formaður Valsmanna hf., Ólafur F. Magnússon bogarstjóri, Gímur Sæmundsen formaður Knattspyrnufélagsins Vals og 
Hörður Gunnarsson varaformaður knattspyrnufélagsins Vals.
Brynjar Harðarson formaður Valsmanna hf., Ólafur F. Magnússon bogarstjóri, Gímur Sæmundsen formaður Knattspyrnufélagsins Vals og Hörður Gunnarsson varaformaður knattspyrnufélagsins Vals.

Reykjavíkurborg, Valsmenn hf. og Knattspyrnufélagið Valur skrifuðu í dag undir samkomulag vegna uppbyggingar á íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda og breytinga á deiliskipulagi svæðisins. Kemur þar Reykjavíkurborg til móts við Valsmenn hf. og Knattspyrnufélagið Val vegna fjárhags-, rekstrar- og skipulagsvanda sem komið hefur upp vegna endurskoðunar á skipulagi fyrirhugaðrar framtíðaruppbyggingar á svæðinu, meðal annars uppbyggingu HR og Samgöngumiðstöðvar.

„Með samningi þessum vonast aðilar eftir því að tryggð verði markmið þess samstarfs sem efnt var til árið 2002 um uppbyggingu íþróttasvæðis Vals á Hlíðarenda og staðfest hefur verið ítrekað með síðari samningum milli aðila," eins og segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Samstarfið um uppbyggingu á svæðinu tók meðal annars mið af tilfærslu Hringbrautar. Reykjavíkurborg samþykkti með samningnum að sem bætur fyrir land og vegna breytinga á aðstöðu sem nauðsynlegar voru vegna skipulagsbreytinga skyldi Valur njóta tekna af sölu byggingarréttar.

Lánin hlaupa á hundruðum milljóna

„Samningur þessi [sem var undirritaður í dag] er í rauninni framhald af sex samningum sem gerðir hafa verið frá árinu 2002 og taka á deiliskipulaginu á svæðinu," útskýrir Dagur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Vals. „Það á eftir að klára lokafrágang á núverandi deiliskipulagi hér í Vatnsmýrinni og þeir [Reykjavíkurborg] eru í rauninni að bæta okkur það að geta ekki hafist handa við að byggja."

Að sögn Dags voru lóðirnar sem Knattspyrnufélagið fékk úthlutað seldar til Valsmanna hf. en þar sem dregist hefur að langinn að ráðast í framkvæmdir á svæðinu hafi ekki verið hægt að greiða lánin fyrir lóðaverðmætin. Lánin hlaupa á hundruðum milljóna „og Reykjavík er að taka tímabundið yfir gjalddögum á lánunum meðan frágangur á deiliskipulagi er ekki tilbúinn," segir Dagur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×