Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2025 19:30 Lilja Íris Long Birnudóttir vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð. Vísir/Ívar Fannar Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. Lilja Íris Long Birnudóttir er 26 ára og býr ein í leiguíbúð í Árbænum. Hún vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð og með því að vinna svo mikið og lifa sparsömum lífstíl hefur henni tekist að safna ágætist upphæð fyrir útborgun á íbúð. „Það gengur alveg vel að safna, ég er komin með svakalegt Excel-skjal og næ alveg að setja mikinn pening til hliðar. En það er aðallega það að bankinn vill ekki taka þennan pening,“ segir Lilja Íris. Fasteignaverð hækkar í takt við söfnunina Markmið hennar var að safna fimm milljónum. Á meðan hún safnaði hækkaði fasteignaverð jafnt og þétt og því hefur markmiðið þurft að hækka töluvert. Nú sér hún ekki fram á að geta keypt sér íbúð fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár. Hún hefur rætt við fjölda fjármálaráðgjafa og fasteignasala um stöðuna, sem eru allir á sama máli. „Það sé ómögulegt að gera þetta ein. Ég þurfi helst að fá foreldra mína til að styrkja mig, sem er því miður ekki hægt. Þau eiga ekki þennan pening. Svo er stórt markmið hjá mér að gera þetta ein, ég gæti alveg fundið maka til að gera þetta með mér. Ég man svo vel eftir því að í fyrsta viðtalinu sem ég fór í hjá Íslandsbanka, þá sagði ráðgjafi að það væri allt of dýrt að vera kona. Þær þyrftu að fara í hárgreiðslu, í litun og plokkun og kaupa allskonar föt og snyrtivörur. En ég er ekki þannig týpa. Það segja samt bara allir nei,“ segir Lilja Íris. Raungreiðslugeta 140 þúsund krónum hærri Hún borgar 235 þúsund krónur á mánuði í leigu. Á sama tíma leggur hún um 150 þúsund krónur á mánuði í íbúðarsjóð. Raungreiðslugeta er því um 380 þúsund krónur á mánuði. Hins vegar er greiðslugetan einungis 240 þúsund krónur, fjörutíu prósent af útborguðum launum, samkvæmt reglum Seðlabankans, vilji hún fá lán fyrir íbúð. Ekkert eftirlit er með hversu há prósenta útborgaðra launa hjá fólki fer í leigu. „Þetta er að stoppa mig af. Ég skil af hverju þessi regla til, en hvers vegna það er ekki hægt að vinna í kringum hana, vinna með einstaklingum, finnst mér fáránlegt. Ég er alveg með þessi Excel-skjöl og get sýnt fram á að ég eyði ekki svona miklu. En það er bara nei. Fjörutíu prósent reglan, ekkert annað í boði,“ segir Lilja Íris. Ömurlegt ástand Henni líður eins og hún sé dæmd til að vera á leigumarkaði. „Mér finnst það ömurlegt. Ég þrái mjög mikið að eignast mitt eigið húsnæði. Finna fyrir öryggi. Ég væri til í að sjá þetta breytast eitthvað,“ segir Lilja Íris. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Lilja Íris Long Birnudóttir er 26 ára og býr ein í leiguíbúð í Árbænum. Hún vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð og með því að vinna svo mikið og lifa sparsömum lífstíl hefur henni tekist að safna ágætist upphæð fyrir útborgun á íbúð. „Það gengur alveg vel að safna, ég er komin með svakalegt Excel-skjal og næ alveg að setja mikinn pening til hliðar. En það er aðallega það að bankinn vill ekki taka þennan pening,“ segir Lilja Íris. Fasteignaverð hækkar í takt við söfnunina Markmið hennar var að safna fimm milljónum. Á meðan hún safnaði hækkaði fasteignaverð jafnt og þétt og því hefur markmiðið þurft að hækka töluvert. Nú sér hún ekki fram á að geta keypt sér íbúð fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár. Hún hefur rætt við fjölda fjármálaráðgjafa og fasteignasala um stöðuna, sem eru allir á sama máli. „Það sé ómögulegt að gera þetta ein. Ég þurfi helst að fá foreldra mína til að styrkja mig, sem er því miður ekki hægt. Þau eiga ekki þennan pening. Svo er stórt markmið hjá mér að gera þetta ein, ég gæti alveg fundið maka til að gera þetta með mér. Ég man svo vel eftir því að í fyrsta viðtalinu sem ég fór í hjá Íslandsbanka, þá sagði ráðgjafi að það væri allt of dýrt að vera kona. Þær þyrftu að fara í hárgreiðslu, í litun og plokkun og kaupa allskonar föt og snyrtivörur. En ég er ekki þannig týpa. Það segja samt bara allir nei,“ segir Lilja Íris. Raungreiðslugeta 140 þúsund krónum hærri Hún borgar 235 þúsund krónur á mánuði í leigu. Á sama tíma leggur hún um 150 þúsund krónur á mánuði í íbúðarsjóð. Raungreiðslugeta er því um 380 þúsund krónur á mánuði. Hins vegar er greiðslugetan einungis 240 þúsund krónur, fjörutíu prósent af útborguðum launum, samkvæmt reglum Seðlabankans, vilji hún fá lán fyrir íbúð. Ekkert eftirlit er með hversu há prósenta útborgaðra launa hjá fólki fer í leigu. „Þetta er að stoppa mig af. Ég skil af hverju þessi regla til, en hvers vegna það er ekki hægt að vinna í kringum hana, vinna með einstaklingum, finnst mér fáránlegt. Ég er alveg með þessi Excel-skjöl og get sýnt fram á að ég eyði ekki svona miklu. En það er bara nei. Fjörutíu prósent reglan, ekkert annað í boði,“ segir Lilja Íris. Ömurlegt ástand Henni líður eins og hún sé dæmd til að vera á leigumarkaði. „Mér finnst það ömurlegt. Ég þrái mjög mikið að eignast mitt eigið húsnæði. Finna fyrir öryggi. Ég væri til í að sjá þetta breytast eitthvað,“ segir Lilja Íris.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira