Innlent

Ellefu ára piltar teknir með loftbyssur

Lögreglan haldlagði tvær loftbyssur í Reykjavík í gær. Loftbyssurnar voru í fórum tveggja 11 ára stráka sem viðurkenndu að hafa beint þeim að öðrum krökkum.

Í frétt lögreglunnar segir enn fremur að engin slys hafi orðið á fólki við þessa meðferð drengjanna á skotvopnunum. Lögregla minnir þó á að í síðustu viku hafi unglingspiltur sloppið með skrekkinn þegar hann varð fyrir skoti úr loftbyssu í borginni. Ítrekar lögregla að loftbyssur eru ekki leikföng og eiga því ekki að vera í höndum barna og unglinga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×