Innlent

Á brattann að sækja fyrir Ísland

Norðmenn ætla að leggja allan sinn þunga að baki framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nú á lokasprettinum. Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs segir á brattann að sækja, en er vongóður.

Auk Íslendinga sækjast Austurríkismenn og Tyrki eftir tveimur lausum sætum í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir árin 2009 og 2010. Kosið verður á milli ríkjanna á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í haust.

Raymon Johnsen, aðstoðarutanríkisráðherra Noregs, er þrautreyndur fulltrúi Norðmanna í friðarumleitunum þeirra víða um heim. Hann miðlaði af reynslu sinni og Norðmanna í fyrirlestri í Háskóla Íslands í morgun.

Hann segir mikilvægt bæði fyrir Ísland og Norðurlöndin að Íslendingar fái sæti í ráðinu. Fari svo verði það verðmæt reynsla fyrir Íslendinga sem um leið hafi margt fram að færa í ráðinu.

Johnsen segir Norðmenn, sem og aðrar Norðurlandaþjóðir hafa stutt framboð Íslands dyggilega og gera það áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×