Innlent

Stólahrókeringar við Ráðhús til þess að mótmæla nýjum meirihluta

Ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar og Vinstri - gærnna hyggjast bjóða upp á stólahrókeringar við Ráðhúsið í fyrramálið klukkan hálftíu, áður en aukaborgarstjórnarfundur, þar sem nýr meirihluti tekur við, hefst.

Í tilkynningu frá ungliðahreyfingunum segir að pallar Ráðhússins verði sniðgengnir en mótmælt í staðinn fyrir utan Ráðhúsið. Er ætlun ungliðahreyfinganna að minna borgarstjórn Reykjavíkur á að það sé fólkið og málefnin sem skipta máli en ekki stólarnir. „Ruglið er geymt til 2010 - en ekki gleymt!" segir enn fremur í tilkynningunni.

Fyrr í dag greindi Vísir frá því að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hefðu hvatt sitt fólk til að fjölmenna á palla Ráðhússins þar sem von væri á aðgerðum frá stuðningsmönnum minnihlutans í borgarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×