Fleiri fréttir

Skráðum trúfélögum fjölgar talsvert

Samkvæmt tölum sem Hagstofan hefur tekið saman hefur skráðum trúfélögum fjölgað talsvert á undanförnum árum. Skráð trúfélög utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða eru nú 26 en voru 10 árið 1990.

Krafa um samkomulag heftir norrænt samstarf

Krafan um almennt samkomulag kemur stundum í veg fyrir nýjungar í norrænu samstarfi. Það ætti því að láta einfaldan meirihluta ráða við ákvarðanatöku í Norrænu ráðherranefndinni, alla vega í sumum málum.

Ríkisendurskoðun fann lítið misjafnt hjá Fjöliðjunni

Ríkisendurskoðun sendi nýlega frá sér greinargerð um fjármál Fjöliðjunnar á Akranesi en grunur lék á að ekki væri allt með felldu í bókhaldi hjá fyrrum forstöðumanni þessa vinnustaðar fyrir fatlaða.

Unglingurinn sem leitað var að er fundinn

Fjórtán ára piltur, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er kominn fram, heill á húfi. Hann hafði dvalið í heimahúsi í borginni og ekki látið vita af ferðum sínum

Ölvaður ók á sjúkrabíl

Um 40 umferðaróhöpp urðu í arfaslakri færð á höfuðborgarsvæðinu í dag. Langflest þeirra voru að sögn lögreglu ekki alvarleg.

Kortafyrirtækin þegja

Talsmenn stóru greiðslukortafyrirtækjanna tveggja vilja ekkert tjá sig um ákvörðun kaupmanna á Akureyri um málshöfðun vegna samráðs. Um eitt þúsund íslensk fyrirtæki hafa hins vegar valið að skipta við danskt greiðslukortafyrirtæki.

Íslenskir eftirlitsmenn á Sri Lanka á heimleið

Íslenskir eftirlitsmenn á Sri Lanka halda heim á leið eftir nokkrar klukkustundir. Tæplega sex ára langt vopnahléseftirlit Norðmanna og Íslendinga á eyjunni heyrir sögunni til.

Höfrungahlaup hefst á vinnumarkaði

Verkalýðshreyfingin krefst nú skammtímasamnings til að sjá hvernig samninga opinberir starfsmenn fá. Talsmaður Samtaka atvinnulífsins segir það þýða höfrungahlaup og vítahring verðbólgu.

Þrumur og eldingar á Hvolsvelli

Bæjarbúar á Hvolsvelli urðu varir við þrumur og eldingar um klukkan fjögur í dag. Það er ekki á hverjum degi sem það gerist enda höfðu nokkrir bæjarbúar samband við Vísi og létu vita af þessu.

Hollendingur tekinn með kókaín í Leifsstöð

Hollenskur karlmaður var tekinn í Leifsstöð í gærkvöldi með á fjórða hundrað gramma af kókaíni innvortis. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.

Engin þolinmæði gagnvart afbrotum í Vogum

Íbúar í Vogum hafa enga þolinmæði gagnvart afbrotum, segir Róbert Ragnarsson sveitastjóri. Sveitastjórnin ætlar að vera með íbúafund um forvarnir og afbrot næstkomandi mánudag.

Sakaðir um að kýla og skalla jafnaldra sinn

Tveir piltar, 17 og 18 ára, hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á jafnaldra sinn fyrir utan hús í Reykjanesbæ. Ákæra á hendur piltunum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Lýst eftir 14 ára pilti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 14 ára pilti, Daníel Sigvaldasyni. Daníel er 172-175 sm á hæð, dökkhærður með stutt hár.

Nærri 1900 greindir með klamydíu á síðasta ári

1863 manns greindust með klamydíu á síðasta ári samkvæmt því sem fram kemur í nýjasta hefti Farsóttarfrétta frá Landlæknisembættinu. Þar segir einnig að það aukning miðað við árið á undan.

Sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður á tvítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann sló annan karlmann í andlitið á Ráðhústorgi í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgi 2006.

Lúðvík ósammála ráðherra um dómaraskipan

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ósamála Árna Mathiesen, settum dómsmálaráðherra, í dómaramálinu og hefur átt hreinskiptar umræður við hann um það. Þetta kom fram í máli þingmannsins við upphaf þingfundar í dag.

Loftbólurnar reyndust vera heitt vatn

Kafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru við störf í Nauthólsvík um tvöleytið í dag. Tilkynning barst slökkviliði um að loftbólur bærust upp á yfirborð sjávar í víkinni og var kafað niður á botn til þess að kanna málið. Í ljós kom að um útstreymi heits vatns var að ræða og því engin hætta á ferðum.

Fáfnismenn á hrakhólum

Eigendur húsnæðisins við Frakkastíg þar sem mótorhjólaklúbburinn Fáfnir MC heldur til hafa sagt upp leigusamningnum við klúbbinn. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga húsið, segir að þeir séu á leiðinni í burtu á næstunni en ekki liggi fyrir hvenær þeir þurfa að taka saman föggur sínar.

Ekki hægt að hleypa öllum að auðlindinni í sjónum

Varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis segir að álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðistjórnunarkerfið sé ákveðið áfall fyrir Íslendinga. Formaður nefndarinnar segir ekki hægt að hleypa öllum að auðlindinni í sjónum vegna þess að þá yrðu veiðarnar stjórnlausar.

Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir bókhaldsbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 16,5 milljóna króna fyrir ýmis bókhaldsbrot í tengslum við starf hans sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður einkahlutafélags.

Vinnustundum karla fækkar á milli ára

Starfandi fólki á vinnumarkaði fjölgaði um 6.400 á fjórða ársfjórðungi síðasta árs frá sama tímabili árið áður og voru tæplega 180 þúsund manns á vinnumarkaði.

Engin stóróhöpp í umferðinni

Fáir meiddust og engin alvarlega þrátt fyrir að minnsta kosti þrjátíu árekstra á höfuðborgarsvæðinu í gær.

Vopnaðir dólgar gengu berserksgang í Breiðholti

Tveir karlmenn í annarlegu ástandi vegna neyslu fíkniefna, og vopnaðir öxum, gengu berserksgang í tveimur stigagöngum fjölbýlishúsa í Bakkahverfi í Breiðholti undir kvöld í gærkvöld og skelfdu þar íbúana.

Gullforði Seðlabankans: 700 milljóna verðhækkun

Tæplega tveggja tonna gullforði Seðlabankans hefur aukist mjög að verðgildi undanfarnar vikur. Hann var fyrir einum og hálfum mánuði metinn á rúma þrjá milljarða króna, en slagar nú hátt upp í fjóra. Verðið nú miðað við heimsmarkaðsverð nemur um 3,7 milljörðum króna. Gullverð er í hæstu hæðum. Það hefur verið á uppleið á heimsmarkaði og hefur undanfarna tólf mánuði hækkað um 50 prósent.

Hússjóður axlar einn ábyrgð á dauðslysi

„Ef einhver ber hér ábyrgð þá erum það við og engir aðrir,“ segir Garðar Sverrisson, formaður hússjóðs Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ), um dauðaslys sem varð eftir að íbúi með framheilaskaða lést í fyrra af brunasárum sem hann hlaut inni á baðherbergi sínu í Hátúni.

Fyrrverandi dómstjóri: Ákvörðun Árna sorgleg

Freyr Ófeigsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að ákvörðun Árna Mathiesen um að skipa Þorstein Davíðsson dómara væri sorgleg og til þess fallin að rýra álit almennings á dómstólum.

Undirbúa skaðabótamál gegn kreditkortafyrirtækjunum

Á fundi í Kaupmannafélagi Akureyrar í morgun var ákveðið að hefja undibúning skaðabótamáls, þar sem kaupmennirnir kæra greiðslukortafyrirtækin sem viðurkennt hafa ólöglegt samráð og féllust á að greiða 735 milljónir króna í sekt vegna svindlsins.

Segir málflutning Sigurðar Líndal honum til minnkunar

Gagnrýni Sigurðar Líndals, lagaprófessors, á ráðningu Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara, er honum til minnkunar, segir forsætisráðherra. Hann segir flokkskírteini ekki hafa ráðið neinu varðandi ráðningu Þorsteins.

Snjóþungt í Vestmannaeyjum

Snjó kyngdi niður í Vestmannaeyjum í nótt og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólk í morgunsárið. Vanalega er snjólétt á þessum syðsta hluta landsins, en árrisulir Eyjamenn lentu í vandræðum, og ekki bara árrisulir því umferð gekk afar hægt í dag.

Sjá næstu 50 fréttir