Innlent

Ökumaður í lífsháska er hann steyptist sjö metra niður í sjó

Bíllinn stöðvaði 50 metra frá veginum og hálfur út í sjó. Hann var dreginn upp sjö metra kantinn.
Bíllinn stöðvaði 50 metra frá veginum og hálfur út í sjó. Hann var dreginn upp sjö metra kantinn. MYND/Hilmar Örn Þorbjörnsson

Ökumaður, sem var einn á ferð, lenti í lífsháska þegar bíll hans rann út af þjóðveginum í Kirkjubólshlíð gengt Ísafirði í gærkvöldi, steyptist niður sjö metra háan vegkantinn og hafnaði úti í sjó 50 metrum frá veginum.

Manninum tókst af sjálfsdáðum að komast út úr hálf sokknum bílnum og klóra sig upp á veginn, þar sem bíl bar brátt að. Var maðurinn þá hrakinn, blautur og kaldur og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.

Aðeins eru nokkrir dagar síðan að annar bíll fór útaf við Skarfasker við Ísafjörð og hafnaði á hvolfi ofan i grýttri fjörunni, en ökumaður slapp ómeiddur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×