Innlent

Engin þolinmæði gagnvart afbrotum í Vogum

Frá íbúafundi í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Frá íbúafundi í Vogum á Vatnsleysuströnd. Mynd/ Víkurfréttir.

Íbúar í Vogum hafa enga þolinmæði gagnvart afbrotum, segir Róbert Ragnarsson sveitastjóri. Sveitastjórnin ætlar að vera með íbúafund um forvarnir og afbrot næstkomandi mánudag.

„Við ætlum bara að fara yfir forvarnarmál í samstarfi við lögregluna," segir Róbert. Hann segir að slík vinna sé hluti af stefnu sveitarfélagsins. Hann segir að jafnframt hafi þótt við hæfi að ræða þessi atriði eftir tvö mál sem nýlega hafa komið upp í Vogum.

Annað tilfellið er þegar kveikt var í fjölda lúxusbifreiða í byrjun desember. Hitt atvikið var þegar fjórir ungir menn voru teknir við að handrukka og höfðu í hótunum um ofbeldi við fólk í síðustu viku. „Það er bara zero tolerance stefna þegar svona atvik gerast í litlu sveitarfélagi," segir Róbert.

Borgarafundurinn verður haldinn í Tjarnarsalnum í Vogum, næstkomandi mánudag kl. 20




Fleiri fréttir

Sjá meira


×