Innlent

Íslenskir eftirlitsmenn á Sri Lanka á heimleið

Íslenskir eftirlitsmenn á Sri Lanka halda heim á leið eftir nokkrar klukkustundir. Tæplega sex ára langt vopnahléseftirlit Norðmanna og Íslendinga á eyjunni heyrir sögunni til.

Engar góðar fréttir bárust frá Sri Lanka í dag og útlitið er enn verra. Vegsprengja sprakk í suðurhluta landsins í þann mund sem strætisvagn fór framhjá með þeim afleiðingum að 23 létu lífið og 67 særðust, ar af mörg börn. Nú þegar vopnahléseftirlit Norðmanna og Íslendinga heyrir sögunni til, er spáð enn frekari hryðjuverkum og enn harðari árásum gegn tamílskum skæruliðum. Íslenskir starfsmenn SLMM voru að pakka niður í töskur nú síðdegis.

Íslendingarnir fara áleiðis heim strax í nótt, eftir örfáa klukkutíma. Einn verður þó eftir með nokkrum Norðmönnum til að ganga frá lausum endum, reikningum, eignasölu og öðru slíku. Sölvberg sagði á blaðamannafundi í morgun að engin leið væri til að leysa deilurnar á Sri Lanka nema með samkomulagi. Bæði tamílar og stjórnvöld hafa reyndar tekið undir það, en báðir eru augljóslega staðráðnir í að treysta stöðu sína á vígvellinum fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×