Innlent

Nærri 1900 greindir með klamydíu á síðasta ári

1863 manns greindust með klamydíu á síðasta ári samkvæmt því sem fram kemur í nýjasta hefti Farsóttarfrétta frá Landlæknisembættinu. Þar segir einnig að það sé aukning miðað við árið á undan.

Flestir eru greindir á Landspítalanum en greining klamydíu fer einnig fram á sýkladeild Sjúkrahúss Akureyrar. Alls greindust 1108 konur með klamydíu og 692 karlar en í 63 tilvikum lágu upplýsingar um kyn ekki fyrir. Meðalaldur kvenna við greiningu var um 22 ár en karlar voru að jafnaði eldri, eða um 25 ára.

Tölur Landlæknisembættisins sýna enn fremur að 21 maður greindist með lekanda í fyrra, 15 karlar og fimm konur en upplýsingar um kyn vantaði í einu tilfelli. Meðalaldur karla við greiningu var rúmlega 28 ár en kvenna 27 ár. Lekandatilfellum hefur farið hratt fjölgandi síðastliðin ár og voru þau yfir 30 árið 2006 en svo virðist sem eitthvað hafi dregið úr þeirri fjölgun á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×