Innlent

Sakaðir um að kýla og skalla jafnaldra sinn

Tveir piltar, 17 og 18 ára, hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á jafnaldra sinn fyrir utan hús í Reykjanesbæ. Ákæra á hendur piltunum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Öðrum piltinum er gefið að sök að hafa kýlt fórnarlambið nokkur högg í andlitið á meðan hinn hélt því en jafnframt skölluðu báðir piltarnir fórnarlambið og annar þeirra settið hnéð í kviðinn á því. Afleiðingarnar urðu þær að fórnarlambið hlaut yfirborðsáverka á höfði eins og segir í ákæru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×