Innlent

Kortafyrirtækin þegja

Talsmenn stóru greiðslukortafyrirtækjanna vilja ekkert tjá sig um ákvörðun kaupmanna á Akureyri um málshöfðun vegna ólöglegs samráðs. Um eitt þúsund íslensk fyrirtæki hafa hins vegar valið að skipta við danskt greiðslukortafyrirtæki.

Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hafa kaupmenn á Akureyri ákveðið að höfða skaðabótamál gegn greiðslukortafélögunum sem orðið hafa uppvís að ólöglegu samráði. Þar kvaðst minjagripakaupmaður hafa lækkað þjónustuþóknun um helming með því að skipta við erlent kortafyrirtæki, og þannig sparað sér hundruð þúsunda króna. Hvorki framkvæmdastjóri Valitors, sem annast Visa, né Borgunar, sem annast Mastercard, vildu tjá sig í dag um ákvörðun norðanmanna um málshöfðun né hvernig á því stæði að kaupmenn gætu lækkað kostnað sinn verulega með því að leyta til erlendra kortafyrirtækja. Sú þjónusta hefur reyndar verið í boði hérlendis í fimm ár í gegnum Kortaþjónustuna, samstarfsfyrirtækis hins danska PBS, og nýta nú um eitt þúsund fyrirtæki sér þá þjónustu, að því er fram kom í viðtali við framkvæmdastjóra Kortaþjónustunnar á Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×